Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 03. nóvember 2022 14:46
Elvar Geir Magnússon
Upphæðin sem KSÍ fær frá Sádum er trúnaðarmál
Landslið Sádi-Arabíu.
Landslið Sádi-Arabíu.
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið mun á sunnudaginn næsta leika umdeildan vináttulandsleik við Sádí-Arabíu í Dúbaí.

Sögusagnir eru um að KSÍ hafi fengið umtalsverðar fjárhæðir frá fótboltasambandi Sádi-Arabíu fyrir að taka þennan leik.

Sjá einnig:
Mikill meirihluti á móti vináttulandsleiknum gegn Sádí-Arabíu

Ómar Smárason, samskiptastjóri KSÍ, staðfestir að Sádarnir greiði allan kostnað við leikinn og greiði að auki ákveðna upphæð í 'match fee' til KSÍ en sú upphæð sé trúnaðarmál.

Það hefur verið talsvert gagnrýnt að KSÍ hafi samþykkt að spila vináttuleik við Sáda.

„Ef ég væri KSÍ og ef ég hefði fengið boð um að spila á móti Sádí-Arabíu í dag, þá annað hvort svararðu ekki póstinum eða segir bara nei. Þetta er 'basically' versta þjóð heims í dag. Mannréttindi eru ekki til þarna, þau koma verr fram við konur en hunda. Þetta eru menn sem stunda aflimanir svona á föstudögum," sagði Tómas Þór Þórðarson, formaður samtaka íslenskra íþróttafréttamanna, í útvarpsþættinum Fótbolti.net fyrr á þessu ári.

Sjá einnig:
Erum að hjálpa Sádí-Arabíu í hvítþvættinum - „Er ekki allt í lagi?"

Valtýr Björn Valtýsson, íþróttafréttamaðurinn reynslumikli, ræddi um málið í hlaðvarpsþætti sínum Mín skoðun í gær. Þar nefndi hann þær sögusagnir sem hann hafði heyrt varðandi þá upphæð sem KSÍ fær.

„Ég er búinn að heyra nokkrar tölur, ég hef heyrt 50 milljónir og 70 milljónir. Hæsta talan sem ég hef heyrt er 100 milljónir, það er sú tala sem ég hef heyrt oftast," segir Valtýr.

„Við eigum að vera betri en það að láta kaupa okkur inn í svona leik," segir Þórhallur Dan Jóhannsson í sama þætti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner