Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 05. mars 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Stjarnan fær unglingalandsliðsmann frá Sindra (Staðfest)
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Stjörnumenn hafa samið við ungan og efnilegan leikmann en sá heitir Ðuro Stefan Beic og kemur frá Sindra frá Höfn í Hornafirði.

Ðuro er 14 ára gamall leikmaður sem á að baki 3 landsleiki með U15 ára landsliði Íslands.

Hann var síðast valinn í úrtakshóp landsliðsins í síðasta mánuði og þykir mikið efni.

Ðuro fékk félagaskipti yfir í Stjörnuna í gær og mun því spila með yngri flokkum félagsins.

Stjarnan leggur mikið upp úr öflugu unglingastarfi og höfum við séð marga leikmenn fá tækifærið með meistaraflokki.

Á undirbúningstímabilinu hafa ungir og efnilegir leikmenn verið að fá tækifærin en þar má til dæmis nefna hinn 14 ára gamla Alexander Mána Guðjónsson, sem kom við sögu í æfingaleik snemma á árinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner