Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   mán 04. desember 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Stjarnan semur við fleiri unga leikmenn - Einn 14 ára kom við sögu í æfingaleik
Haukur Brink hefur samið við Stjörnuna
Haukur Brink hefur samið við Stjörnuna
Mynd: Stjarnan
Ólafur Viðar samdi einnig við félagið
Ólafur Viðar samdi einnig við félagið
Mynd: Stjarnan
Penninn er á lofti í Garðabænum og heldur Stjarnan áfram að semja við unga og efnilega leikmenn. Ólafur Viðar Sigurðsson og Haukur Brink hafa báðir skrifað undir og þá kom einn 14 ára við sögu í æfingaleik á dögunum.

Haukur er 18 ára gamall leikmaður sem Stjarnan telur að geti tekið stór skref á næstu mánuðum.

Hann er fljótur leikmaður sem var hluti af Íslandsmeistaraliði 2. flokks í sumar, en þar að auki spilaði hann tvo leiki á láni hjá KFG í 2. deildinni.

Ólafur Viðar er 17 ára gamall sterkur framherji sem varð einnig Íslandsmeistari með 2. flokki í sumar ásamt því að spila þrjá leiki með KFG.

Samkvæmt gögnum KSÍ skoraði hann fimmtán mörk með 2. flokki í sumar.

Einn 14 ára spilaði æfingaleik

Margir ungir og efnilegir hafa fengið að spreyta sig með Stjörnunni í æfingaleikjum síðustu daga.

Þrír leikmenn fæddir 2008 spiluðu sína fyrstu leiki fyrir meistaraflokk, þeir Gunnar Orri Olsen, Tómas Óli Kristjánsson og Ísak Aron Víðisson.

Þá fékk einn 14 ára gamall tækifærið. Alexander Máni Guðjónsson heitir sá. Hann er sonur Guðjóns Baldvinssonar, sem spilaði með KR og Stjörnunni hér heima.

Alexander á að baki 3 landsleiki fyrir U15 ára landsliðið og gert eitt mark.
Athugasemdir
banner
banner