Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mið 06. mars 2024 10:07
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
„Ef markaskorun er spurningin þá er hann ekki svarið“
Sigurður Bjartur Hallsson.
Sigurður Bjartur Hallsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Staðfest var í gær að FH hefur keypt sóknarmanninn Sigurð Bjart Hallsson frá KR. FH hefur verið í leit að sóknarmanni og hefur nú landað þessum fyrrum leikmanni Grindavíkur.

Tómas Þór Þórðarson efast þó um að hann sé að fara að færa FH-ingum mörg mörk þó hann komi með ýmislegt annað að borðinu.

„Ef markaskorun er spurningin er Sigurður Bjartur Hallsson ekki svarið. Hann gerir fullt fyrir þig, hann pressur og hleypur og djöflast í 90 mínútur en þetta er ekki tíu marka maður," segir Tómas í útvarpsþættinum Fótbolti.net.

„Ég er hrifinn af honum. Ég man þegar ég spilaði á móti honum í 1. deildinni, þá var erfitt að eiga við hann. Hann er ofboðsleg skepna og fljótur. Hans er tækifærið," segir Baldur Sigurðsson sem var sérstakur gestur þáttarins.

Sigurður Bjartur skoraði fimm mörk í 21 leik fyrir KR í Bestu deildinni á síðasta ári og gerði fjögur tímabilið þar á undan. Hann raðaði hinsvegar inn mörkum í Lengjudeildinni 2021 fyrir Grindavík.

FH er spáð sjötta sæti Bestu deildarinnar í ótímabæru spá útvarpsþáttarins sem opinberuð var á laugardag. Það er mánuður í mót.

„Ef FH ætlar að gera eitthvað í sumar verða Kjartan Kári (Halldórsson) og Vuk (Oskar Dimitrijevic) að stíga upp. Tveir leikmenn sem eru búnir að rúlla yfir Lengjudeildina. Það var talað vel um Vuk í byrjun tímabils í fyrra en hann skoraði tvö mörk. FH verður að fá meira úr þessum mönnum," segir Valur Gunnarsson sérfræðingur Fótbolta.net.
Útvarpsþátturinn - Síðasta ótímabæra spáin fyrir Bestu deildina
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner