Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 05. mars 2024 14:51
Elvar Geir Magnússon
Heimild: 433.is 
Sigurður Bjartur í FH (Staðfest) - „Ég sá þessa frétt á Fótbolta.net“
Sigurður Bjartur Hallsson.
Sigurður Bjartur Hallsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Sóknarmaðurinn Sigurður Bjartur Hallsson er búinn að skrifa undir hjá FH en félagið kaupir þennan sóknarmann frá KR. Hann mætti á sína fyrstu æfingu með FH í gær og fer í æfingaferð með liðinu á föstudag.

Heimir Guðjónsson staðfestir þetta í samtali við 433.is.

Heimir segir að það hafi ekki verið neitt launungarmál að félagið hafi verið að vinna í því að styrkja framlínuna hjá sér.

„Við höfum ekki verið með mikla breidd, ég hef alltaf verið hrifinn af Sigga sem leikmanni þegar hann hefur verið í KR-treyjunni. Stóð sig líka vel hjá Grindavík. Hann kemur með góða þætti inn fyrir okkur, ég býst við því að hann eigi eftir að standa sig vel í FH-treyjunni," segir Heimir.

Fótbolti.net greindi frá því í síðustu viku að Sigurður Bjartur væri á förum frá KR og að Fylkir hefði áhuga á að fá hann.

„Ég sá þessa frétt á Fótbolta.net, þá hringdi ég strax í yfirmann knattspyrnumála og sagði honum að við færum strax í þetta mál af fullum þunga," segir Heimir sem var í viðtali í sjónvarpsþætti 433.

Sigurður Bjartur er uppalinnn í Grindavík og spilaði þar allt þar til hann gekk í raðir KR fyrir tímabilið 2022 og gerði þá þriggja ára samning.
Athugasemdir
banner
banner