Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   mið 06. mars 2024 14:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
„Ef þetta yrði niðurstaðan yrði það algjör katastrófa fyrir þá“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anton Ari átti erfitt síðasta tímabil.
Anton Ari átti erfitt síðasta tímabil.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Blikar vilja vera með lið til að berjast um titilinn og ef þetta yrði niðurstaðan yrði það algjör katastrófa fyrir þá," segir Baldur Sigurðsson sem var sérstakur gestasérfræðingur í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag.

Breiðabliki var spáð fjórða sæti í Bestu deildinni í síðustu ótímabæru spá útvarpsþáttarins en það er mánuður í mót. Blikar enduðu í því sæti í fyrra og voru það mikil vonbrigði.

Þjálfaraskipti hafa orðið í Kópavoginum. Óskar Hrafn Þorvaldsson er farinn til Noregs og Halldór Árnason aðstoðarmaður hans tók við stjórnartaumunum.

„Við eigum eftir að sjá hvaða áhrif það hefur að Óskar sé farinn og Dóri tók við. Þetta eru svo stór nöfn sem eru farin úr leikmannahópnum; Anton Logi (Lúðvíksson) og Gísli Eyjólfsson eru rosalega stórir póstar. Ég hef áhyggjur af því fyrir hönd Breiðabliks," segir Baldur.

Toni þarf að stíga svo rosalega upp
Valur Gunnarsson sérfræðingur Fótbolta.net telur að Blikar gætu barist um Íslandsmeistaratitilinn.

„Mér finnst þeir hafa hóp til að berjast um þetta ef allt smellur. Aron Bjarna er rosalegur biti, Jason Daði þarf að haldast heill á tímabilinu og ég hef heyrt fína hluti um Dóra og að menn séu að taka því vel sem hann er að gera þarna. Þjálfarateymið er hinsvegar ungt og ef eitthvað klikkar er þetta ekki reynslumesta teymið til að takast á við það," segir Valur.

„Maður hefur vissar áhyggjur. Anton Ari (Einarsson markvörður) var ekki góður í fyrra og ekki heldur Viktor (Örn Margeirsson) í vörninni. Ég horfði á Breiðablik - FH í Lengjubikarnum þar sem Blikar eru góðir og eru að vinna 1-0. Svo kemur skot sem Toni á að verja og staðan er 1-1 og allt hrynur. Toni þarf að stíga svo rosalega upp."
Útvarpsþátturinn - Síðasta ótímabæra spáin fyrir Bestu deildina
Athugasemdir
banner
banner