Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 06. mars 2024 13:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
„Hræddur um að þetta plati mann á undirbúningstímabilinu“
KR-ingar hafa verið flottir á undirbúningstímabilinu.
KR-ingar hafa verið flottir á undirbúningstímabilinu.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Aron Sigurðarson gekk í raðir KR.
Aron Sigurðarson gekk í raðir KR.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Það hafa ferskir vindar einkennt lið KR á undirbúningstímabilinu en Baldur Sigurðsson, fyrrum leikmaður KR, er ekki sannfærður um að liðið verði eins öflugt þegar í alvöruna er komið.

Baldur var sérstakur gestur útvarpsþáttarins Fótbolti.net en KR er spáð fimmta sæti í ótímabæru spánni.

„Þeir líta vel út en nákvæmlega þetta er ég hræddur um að plati mann á undirbúningstímabilinu. Þeir eru að spila á ungu strákunum og eru í ofboðslega góðu formi, kröftugir og ná inn úrslitum. Þetta lítur rosalega vel út, það er ferskleiki sem kemur alltaf þegar nýr þjálfari kemur inn, en við höfum séð það áður," segir Baldur.

„Spurningin er hvernig það kemur inn þegar öll lið eru komin á sama stað og menn þurfa að vera 100% klárir í leiki þegar Íslandsmótið sjálft er byrjað og taugarnar og allt kemur inn. Hvar verða þeir þá? Ég sé það ekki fyrir mér að þeir verði í einhverri Íslandsmeistarabaráttu eða fari hærra en í fjórða sætið."

Getur unnið leiki upp á sitt einsdæmi
Í þættinum var talað um þörfina á að styrkja varnarlínu liðsins en framar á vellinum hafa þeir styrkt sig með því að fá Alex Þór Hauksson og Aron Sigurðarson.

„Það er enginn leikmaður í deildinni sem breytir hugmynd minni um lið eins og Aron Sig gerir með KR. Mér finnst Aron Sig vera leikmaður sem getur unnið leik upp á sitt einsdæmi. Út af honum er ég miklu miklu spenntari fyrir KR en ég ætti annars að vera. Hann gæti tekið leiki yfir," segir Valur Gunnarsson sérfræðingur þáttarins.

„Mér finnst rosalega miklu máli hvernig KR mun byrja mótið, það er ákveðið 'væb' með þeim. Það er smá spenna. Þeir byrja á Fylki úti og þurfa að vinna það, svo þeir fá Stjörnuna úti og Fram heima. Ef þeir eru ekki með allavega sex stig úr þessum leikjum gæti þetta verið fljótt að súrna. Þessi þjálfari á ekki inni hjá neinum, hann þarf að sanna sig. Gregg Ryder er ekki að koma inn sem hetja, hann þarf að fá menn á sitt á band."
Útvarpsþátturinn - Síðasta ótímabæra spáin fyrir Bestu deildina
Athugasemdir
banner
banner
banner