Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 06. október 2021 16:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fundaði með Óskari - Dreymdi um að fara í atvinnumennsku
Icelandair
Þórir Jóhann á landsliðsæfingu í gær.
Þórir Jóhann á landsliðsæfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í Evrópuleik með FH í sumar.
Í Evrópuleik með FH í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórir Jóhann Helgason, miðjumaður Lecce og íslenska landsliðsins, var til viðtals á Teams í dag. Þórir var spurður út í skiptin til Lecce og þann hraða uppgang sem hefur verið á hans ferli að undanförnu. Hann á að baki þrjá landsleiki og kom sá fyrsti gegn Mexíkó í maí.

Hvernig hefur gengið að koma sér fyrir og koma sér inn í hlutina hjá Lecce?

„Þetta hafa verið mjög skemmtilegir 2-3 mánuðir á Ítalíu. Við erum búnir að vinna einhverja fjóra leiki í röð og þetta er allt farið að rúlla eins og það á að gera," sagði Þórir.

Þessi hraði uppgangur á þér, hvað finnst þér gera það að verkum að þú ferð úr því að vera á miðjunni hjá FH í júlí í að byrja gegn Þýskalandi í september?

„Þetta er allt mjög fljótt að gerast í fótboltanum. Ef þú stendur þig vel, ert með draum um að fara út og vilt elta þann draum þá vonandi rætast þeir ef þú stendur þig vel og ert duglegur að æfa."

Hvenær í sumar kemur Lecce fyrst upp og var aldrei spurning að stökkva á það tilboð þegar það kom?

„Þetta var allt mjög fljótt að gerast, gerðist á einhverjum fimm dögum. Ég var mjög áhugasamur að fara til Ítalíu og byrja þar minn atvinnumannaferil. Ég held að þetta sé mjög gott skref fram á við og er mjög sáttur með það."

Varstu kominn í einhverjar viðræður við Breiðablik? Varstu nálægt því að fara í grænt?

„Nei, nei, ég átti einn fund með Óskari sem var mjög fínn. Það varð svo ekkert úr því."

Staðan þín hjá Lecce, ónotaður varamaður og svo tvær mínútur í síðasta leik. Hvernig meturu stöðuna?

„Ég er nýkominn inn í þetta og það er erfitt að komast í byrjunarliðið þar sem miðjumennirnir eru mjög sterkir. Ég er búinn að byrja þrjá leiki og standa mig fínt. Ég er þolinmóður og reyni að æfa vel."

Sjá einnig:
Þórir um sambúðina með Brynjari: Þett'er ekkert vesen
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner