Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 08. júlí 2021 21:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vildi ekki tjá sig um samningsmálin - „Leikmaður sem við viljum mjög mikið halda"
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Samningsmálin hjá Þóri Jóhanni Helgasyni hafa verið í umræðu að undanförnu og umtalað að hann sé ekki búinn að skrifa undir nýjan samning við félagið.

Þórir er tvítugur miðjumaður sem uppalinn er hjá Haukum en skipti yfir í FH árið 2018. Samningur hans rennur út þann 31. desember á þessu ári og mega önnur félög ræða við hann. Það hefur verið í umræðu í hlaðvarpsþættinum Dr. Football að Breiðablik vilji fá Þóri í sínar raðir.

Þórir sjálfur var til viðtals eftir leikinn gegn Sligo Rovers í Sambandsdeildinni í kvöld og þá var Davíð Þór Viðarsson, aðstoðarþjálfari liðsins, einnig spurður út í samningsmál Þóris.

Lestu um leikinn: FH 1 - 0 Sligo Rovers

Hvernig er staðan á þínum málum, ætlaru að framlengja við FH?

„Ég vil ekkert ræða það," sagði Þórir í lok viðtalsins sem má sjá hér að neðan.

„Það er bara í ferli. Þórir Jóhann er einn allra besti leikmaðurinn okkar og leikmaður sem við viljum mjög mikið halda. Vonandi klárum við það mál á næstu dögum. En það er engin spurning að við höfum gríðarlega mikinn áhuga á að halda honum innan okkar raða," sagði Davíð Þór.

Sjá einnig:
Davíð Þór: Klárlega lið sem við eigum að fara áfram á móti
Þórir Jóhann: Gríðarlega sætt að sjá Lenny skora
Davíð Þór: Klárlega lið sem við eigum að fara áfram á móti
Þórir Jóhann: Gríðarlega sætt að sjá Lenny skora
Athugasemdir
banner
banner
banner