Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 06. október 2021 13:10
Elvar Geir Magnússon
Hefur smitast tvívegis af veirunni en hafnar bólusetningu
Callum Robinson.
Callum Robinson.
Mynd: Getty Images
Callum Robinson hefur ákveðið að hafna bólusetningu gegn Covid-19 þrátt fyrir að hafa tvívegis smitast af veirunni.

Þessi 26 ára sóknarmaður West Bromwich Albion og írska landsliðsins hefur þegar misst af leikjum eftir að hann smitaðist í nóvember 2020 og svo aftur í ágúst síðastliðnum.

„Ég hef ekki verið bólusettur nei, það er mitt val á þessari stundu," sagði Robinson sem vildi ekki gefa nánari útskýringu á þessari ákvörðun sinni.

„Það er auðvitað pirrandi að ég hef veikst tvisvar en ég hef ekki fengið bólusetningu. Kannski mun ég breyta um skoðun í framtíðinni og fá bólusetningu."

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, fordæmdi á dögunum þá leikmenn sem ekki þiggja bólusetningu.
Athugasemdir
banner
banner
banner