Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 07. janúar 2021 12:30
Magnús Már Einarsson
Guardiola hrósar Stones fyrir að snúa við blaðinu
Stones fagnar marki í gær.
Stones fagnar marki í gær.
Mynd: Getty Images
John Stones hefur leikið frábærlega í vörn Manchester City í undanförnum leikjum eftir að hafa átt erfitt uppdráttar lengst af á síðasta ári.

Stones var í byrjunarliði Manchester City í einungis þremur af 23 leikjum í ensku úrvalsdeildinni frá janúar þar til í nóvember í fyrra.

Stones hefur nú náð að vinna sér aftur sæti í liðinu og hann skoraði í 2-0 sigrinum á Manchester United í undanúrslitum enska deildabikarsins í gær.

„Mikilvægast er að hann hefur náð að gera eitthvað sem hann hefur verið í vandræðum með undanfarin þrjú eða fjögur ár og það er að spila fjóra, fimm eða sex leiki í röð," sagði Pep Guardiola, stjóri City.

„Hann á allt hrós skilið. Á löngum ferli koma sveiflur upp og niður. Hann var lengur í vandræðum en bæði hann og við bjuggumst við en endurkoma hans er honum að þakka."

Sjá einnig:
Dias og Stones fljótt orðnir ógnarsterkt miðvarðarpar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner