Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 06. janúar 2021 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dias og Stones fljótt orðnir ógnarsterkt miðvarðarpar
Stones var á skotskónum í kvöld. Hér fagnar hann með félaga sínum, Ruben Dias.
Stones var á skotskónum í kvöld. Hér fagnar hann með félaga sínum, Ruben Dias.
Mynd: Getty Images
Frá því að John Stones og Ruben Dias byrjuðu að spila saman í hjarta varnarinnar hjá Manchester City, þá er ekki hægt að segja annað en að þeir hafi myndað ógnarsterkt miðvarðapar.

Þeir sýndu báðir frábæra frammistöðu gegn Manchester United í undanúrslitum deildabikarsins í kvöld og hafa fengið mikið lof.

Dias var keyptur frá Benfica síðasta sumar og hefur komið flottur inn. Búist var við því að hann myndi vera með Aymeric Laporte í hjarta varnarinnar á meðan ferill Stones með City væri mögulega á enda.

Stones hefur hins vegar verið hrikalega flottur upp á síðkastið með Dias sér við hlið.

„Á tímabili leið manni eins og hann kæmist ekki í gegnum einn leik eða tvo án þess að gera mistök, sérstaklega í stóru leikjunum," sagði Gary Neville, fyrrum leikmaður Man Utd, á Sky Sports í kvöld.

„Hann var að gera mistök en hann hefur fengið nokkra leiki núna og er að spila vel."

Stones og Dias hafa byrjað saman átta leiki og í þessum átta leikjum hefur City aðeins fengið á sig eitt mark.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner