Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 07. mars 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Ancelotti segist vera saklaus - „Ég er búinn að greiða sektina“
Mynd: EPA
Ítalski þjálfarinn Carlo Ancelotti segist vera saklaus af ásökunum um skattsvik og að hann hafi þegar gert upp allar skuldir.

Spænska saksóknaraembættið krefst þess að Ancelotti verði dæmdur í tæplega fimm ára fangelsi fyrir stórfelld skattsvik frá því hann var að þjálfa Real Madrid árin 2013 til 2015.

Kemur þar fram að Ancelotti hafi ekki gefið rétt upp í framtali skattsins og hafi því sleppt því að greiða um eina milljón evra.

Ancelotti er einungis sagður hafa gefið upp laun sín frá Real Madrid til skatts en ekki aukagreiðslur eins og bónusa og greiðslur tengdar ímyndarétti sínum.

Ancelotti segist saklaus í þessu máli og að hann hafi þegar gert upp skuldir sínar.

„Þetta er gömul saga sem hófst fyrir átta árum. Saksóknaraembættið telur að ég hafi verið með búsetu þar en það er ekki rétt. Ég er þegar búinn að greiða sektina og er saklaus,“ sagði Ancelotti.
Athugasemdir
banner
banner
banner