Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fim 07. mars 2024 11:17
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
„Ef ég væri að spila fyrir ÍA þá myndi ég taka seríuna viku fyrir mót“
Norski varnarmaðurinn Erik Tobias Sandberg gekk í raðir ÍA í vetur.
Norski varnarmaðurinn Erik Tobias Sandberg gekk í raðir ÍA í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sérfræðingar útvarpsþáttarins Fótbolti.net eru ánægðir með þróunina hjá nýliðum ÍA í vetur en liðið hefur farið upp um sæti í síðustu ótímabæru spám fyrir Bestu deildina.

„Ég ætla að hrósa ÍA fyrir þetta undirbúningstímabil. Þeir eru að spýta í þarna og mér finnst Jón Þór (Hauksson þjálfari) hafa gert mjög vel með liðið í vetur. Þeir eru að 'krafta' þetta áfram og hann er að fela veikleika liðsins ef það má orða það þannig. Ég hef verið miklu hrifnari af ÍA á undirbúningstímabilinu en ég hélt að ég yrði," segir Valur Gunnarsson.

Baldur Sigurðsson getur tekið undir þetta:

„Ef við horfum á staðreyndirnar, leikmenn sem þeir eru búnir að fá, úrslitin og það. Þá er þetta jákvætt. Það er gott að sjá Skagalið sem er með svona gang. Ég get alveg séð þá fara um miðja deild og jafnvel herja á efri hlutann ef þeir eru í þannig gír, ég hef það mikla trú á þeim," segir Baldur.

Stærsta spurningamerkið markvörðurinn
„Oliver Stefánsson verður í ákveðnum hefndarhug í vörninni, kominn heim og reynir að sanna sig. Svo hinumegin á toppnum þarf Viktor Jónsson að haldast heill. Ef hann gerir það þá vitum við að hann getur skorað mörk. Spurningamerkin eru líka til staðar og ef þau falla röngu megin þá gæti þetta líka orðið ströggl," segir Baldur.

Valur bendir þá á að markvarðarstaðan sé einnig spurningamerki en í þættinum var talað um að auknar efasemdarraddir væru á Akranesi og rætt um hvort rétt væri að sækja nýjan markvörð.

„Stærsta spurningamerkið er auðvitað markvörðurinn Árni Marinó (Einarsson)," segir Valur.

Heimildarþættirnir Skaginn vöktu mikla athygli á RÚV í vetur þar sem gullaldarár ÍA voru rifjuð upp. Baldur mælir með því fyrir leikmenn að renna þáttunum í gegn fyrir mót.

„Ég hef ekki spilað fyrir Skagann en bara að horfa á þessa seríu veitti mér þvílíkan innblástur. Ef ég væri að spila fyrir ÍA þá myndi ég taka seríuna viku fyrir mót og koma svo inn í fyrsta leik," segir Baldur.
Útvarpsþátturinn - Síðasta ótímabæra spáin fyrir Bestu deildina
Athugasemdir
banner
banner
banner