Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 07. júlí 2021 01:15
Elvar Geir Magnússon
Bonucci: Erfiðasti leikur sem ég hef spilað
Leonardo Bonucci.
Leonardo Bonucci.
Mynd: EPA
Ítalía tryggði sér sæti í úrslitaleik EM alls staðar með því að vinna undanúrslitaleikinn gegn Spáni í vítaspyrnukeppni.

„Þetta var erfiðasti leikur sem ég hef spilað á ævinni," segir varnarmaðurinn reynslumikli Leonardo Bonucci.

„Ég óska Spáni til hamingju með frammistöðuna. En enn og aftur sýndum við hjarta og ákveðni, við komum eokkur í gegnum erfiða kafa og höfðum svo lukkuna á okkar bandi í vítaspyrnukeppninni."

Spánn kom Ítalíu á óvart með því að geyma Alvaro Morata og Gerard Moreno á bekknum en Ferran Torres var fölsk nía.

„Við vissum að þeir gætu reynt að koma okkur á óvart. En við vorum með hjartað á réttum stað og náðum að sigla inn sögulegum úrslitum. Við eigum samt eftir einn sentimetra. Við þurfum sama hungur og sömu fórn í úrslitaleiknum til að koma með bikarinn heim."

Ítalía hefur einu sinni unnið EM en það var 1968. Liðið mun mæta Englandi eða Danmörku í úrslitaleik á sunnudagskvöld.
Athugasemdir
banner
banner