Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
banner
   mið 07. ágúst 2019 19:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: Blikar burstuðu KA sem er í fallsæti
Mikkelsen gerði tvennu.
Mikkelsen gerði tvennu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA er í fallsæti þegar liðið er búið að spila 15 leiki.
KA er í fallsæti þegar liðið er búið að spila 15 leiki.
Mynd: Hulda Margrét
Breiðablik 4 - 0 KA
1-0 Thomas Mikkelsen ('21 )
2-0 Alexander Helgi Sigurðarson ('37 )
3-0 Thomas Mikkelsen ('80 )
4-0 Brynjólfur Darri Willumsson ('87 )
Lestu nánar um leikinn

Breiðablik er komið aftur á sigurbraut í Pepsi Max-deild karla eftir öruggan sigur á KA í kvöld.

Blikar voru fljótir að ná forystunni. Danski sóknarmaðurinn Thomas Mikkelsen skoraði fyrsta markið á 21. mínútu. „Davíð fer upp að endamörkum, sendir inná markteiginn og þar mætir Mikkelsen og setur hann í netið, Blikarnir komnir á bragðið hér!" sagði Egill Sigfússon í beinni textalýsingu.

Alexander Helgi Sigurðarson bætti við öðru marki fyrir leikhlé þegar hann skoraði beint úr aukaspyrnu. Glæsilegt mark og staðan orðin 2-0 fyrir Breiðablik á Kópavogsvelli.

Spilamennska KA var ekki góð og gengu Blikar frá leiknum í seinni hálfleik, nánar tiltekið á síðustu 10 mínútunum. Mikkelsen skoraði aftur og gerði varamaðurinn Brynjólfur Darri Willumsson fjórða markið. Hans fyrsta mark í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Þetta er fyrsti deildarsigur Blika síðan 22. júní og eru þeir í öðru sæti með 26 stig, 10 stigum frá toppliði KR. KA er í fallsæti með 16 stig. Mikið vonbrigðasumar hjá KA.

Klukkan 19:15 hófust tveir leikir.
Valur - Fylkir (bein textalýsing)
Stjarnan - Víkingur R. (bein textalýsing)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner