Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
banner
   þri 07. september 2021 22:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Lét nokkur vel valin orð fara en það var kannski mér ekki til sóma"
Lengjudeildin
Guðjón Pétur Lýðsson.
Guðjón Pétur Lýðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV tapaði gegn Fjölni í Lengjudeildinni í dag. ÍBV komst yfir í leiknum en Fjölnir svaraði með tveimur mörkum í seinni hálfleik. Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður ÍBV, ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn,

Lestu um leikinn: Fjölnir 2 -  1 ÍBV

„Mér fannst þetta bara ógeðslega lélegt, ef ég á að vera alveg heiðarlegur, allt við þennan leik var hörmung. Mér fannst við passívir, þorðum ekki að spila boltanum, vorum að liggja alltof langt til baka og þorðum ekki að fara fram. Þegar við komumst yfir átti bara að halda því og gera ekki neitt," sagði Guðjón.

„Þannig var restin af leiknum, við gerðum bara ekki neitt, lágum til baka, leyfðum þeim að sækja á okkur og Fjölnir er bara það gott lið að ef þeir fá allan tíma í heiminum þá búa þeir til mörk. Þannig var þetta bara."

Maður skynjaði pirring í Eyjaliðinu í stöðunni 0-1, var það bara út af spilamennskunni?

„Já, mér fannst við bara lélegir. Eftir að við skoruðum þá fá þeir nokkra sénsa og þó við höfum verið yfir í fyrri hálfleik þá fannst mér við ekki góðir."

Guðjón var næst spurður út í framhaldið en ÍBV er áfram einum sigri frá því að tryggja sér sæti í efstu deild að ári. Svarið við því má sjá í spilaranum að ofan.

Dómari leiksins gaf einhverjum á bekk ÍBV gult spjald undir lok leiks. Miðað við svarið var það Guðjón sjálfur sem fékk það spjald. Voruði ósáttir við dómgæsluna?

„Nei, mér finnst í þessu mómenti þá er bara augljóst, það sjá það allir á vellinum að hann fer í gæjann og út af. Ég veit ekki hvernig þeir sjá ekki svona. Ég lét nokkur vel valin orð fara en það var kannski mér ekki til sóma. Þetta var bara hörmung hjá honum að dæma ekki innkast. Hann getur kíkt á vídeóið af þessu og séð þetta."

Guðjón segir þó að heilt yfir hafi dómgæslan verið í lagi. „Mér finnst þetta bara fulllélegt þessi dómur." Þetta var sjötta gula spjald Guðjóns í Lengjudeildinni í sumar og er einum leik frá því að fara í bann.

Hann var tekinn af velli á 76. mínútu. Hvernig er staðan á þér? „Hún er bara frábær. Mig grunar nú að það sé ekki verið að taka mig út af vegna frammistöðu, þetta er meira að menn ætluðu að halda jafnteflinu og kúpla Fjölnismenn út. Það tókst ekki og við þurfum bara að mæta í næsta leik og vinna hann," sagði Guðjón að lokum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner