Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 08. mars 2024 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Klopp: Það er ekkert að því sem Trent sagði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Spennan er farin að magnast fyrir stórleik tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni til þessa þar sem Liverpool og Man City mæsta á sunnudaginn.

Liverpool er á toppi deildarinnar en City er aðeins einu stigi frá. Trent Alexander-Arnold bakvörður Liverpool er fjarverandi vegna meiðsla en ummæli hans á dögunum hafa verið mikið í fréttum.

Hann skaut á City þar sem hann sagði að félagið hafi keypt sér titla og að titlar Liverpool hafi þar með meiri þýðingu. Haaland svaraði honum fullum hálsi í viðtali hjá Sky Sports þar sem hann sagði að Trent þekkti ekki þá tilfinniningu að vinna þrennuna.


Jurgen Klopp stjóri Liverpool blandaði sér í umræðuna í dag.

„Þetta félag er einstakt í okkar augum. Svo okkur finnst þetta, af hverju má hann ekki segja þetta? Mér er sama um hvað öðrum finnst. Svona líður honum bara, svona líður okkur og ég er ekkert á móti þessu. Ég er hundrað prósent viss um að hann sýndi algjöra virðingu.  Man City hefur verið sigursælasta félag Englands undanfarin tíu ár og kannski í Evrópu, fáránlegur árangur hjá þeim. Þetta hefur mikla þýðingu fyrir þá," sagði Klopp.

„Við megum samt hugsa eins og við viljum. Það er ekkert að því sem Trent sagði að mínu mati."


Athugasemdir
banner
banner