Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   fös 08. mars 2024 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Messi og Suarez sáu um endurkomuna í Nashville
Mynd: EPA
Nashville 2 - 2 Inter Miami
1-0 Jacob Shaffelburg ('4)
2-0 Jacob Shaffelburg ('47)
2-1 Lionel Messi ('52)
2-2 Luis Suarez ('95)

Lionel Messi og Luis Suárez voru á sínum stað í byrjunarliði Inter Miami sem heimsótti Nashville SC í 16-liða úrslitum norður-amerísku Meistaradeildarinnar.

Nashville tók forystuna strax á fjórðu mínútu leiksins með marki frá Jacob Shaffelburg, sem tvöfaldaði svo forystuna í upphafi síðari hálfleiks.

Inter var sterkari aðilinn og tókst að minnka muninn skömmu eftir annað mark Shaffelburg, þegar Messi skoraði eftir undirbúning frá Suarez.

Inter tókst ekki að sækja sér jöfnunarmark fyrr en seint í uppbótartíma, þegar Suarez skoraði á 95. mínútu eftir stoðsendingu frá Sergio Busquets.

Lokatölur urðu því 2-2 og munu liðin mætast aftur að viku liðinni í Miami.

Jordi Alba var ekki í hóp hjá Inter en Federico Redondo Solari spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner