Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   sun 08. júlí 2018 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Messi reynir að hindra för Willian til Manchester
Powerade
Willian í leik með Brasilíu.
Willian í leik með Brasilíu.
Mynd: Getty Images
Tottenham og Liverpool berjast um Grealish.
Tottenham og Liverpool berjast um Grealish.
Mynd: Getty Images
Man Utd er á eftir ungum leikmönnum.
Man Utd er á eftir ungum leikmönnum.
Mynd: Getty Images
Það er komið að slúðri dagsins á þessum sunnudagsmorgni. Vindum okkur í þetta.



West Ham hefur lagt fram 17,5 milljón punda tilboð í Andriy Yarmolenko (28), úkraínskan kantmann Borussia Dortmund. Yarmolenko fór til Dortmund í fyrra fyrir 23 milljónir punda. (Sky Sports)

Miðjumaðurinn Jack Wilshere (26) verður leikmaður West Ham á morgun. Hann kemur á frjálsri sölu eftir að hafa leikið áður með Arsenal. (Mirror)

Jean-Michel Aulas, forseti Lyon, trúir því enn að Nabil Fekir (24) muni spila fyrir félagið á næstu leiktíð. (Goal)

Manchester United hefur trú á því að geta keypt Willian (29) frá Chelsea eftir að Brasilía féll úr leik á HM. (Sun)

Lionel Messi gæti hindrað för Willian til United. Messi vill endilega fá þann brasilíska til Barcelona. (MEN)

Liverpool hefur rætt við Aston Villa um miðjumanninn Jack Grealish (22) en Tottenham er áfram líklegasta liðið til að landa honum. (Mirror)

Frammistaða Emil Forsberg (26) á HM með Svíþjóð hefur fangað athygli Everton. Forsberg er á mála hjá RB Leipzig í Þýskalandi. (Daily Star)

Bakvörðurinn Kieran Tierney verður áfram í herbúðum Celtic í Skotlandi. Everton hafði áhuga en er ekki tilbúið að greiða 25 milljónir punda fyrir hann. (Scottish Sun)

Manchester United er tilbúið að bjóða 40 milljónir punda í Hirving Lozano (22), mexíkóskan kantmann PSV Eindhoven, á næstu dögum. (Tuttomercatoweb)

Man Utd fylgist þá grannt með gangi mála hjá Erling Haaland (17), sóknarmanni Molde í Noregi. Sá er sonur Alf-Inge Haaland, fyrrum leikmanns Manchester City og Leeds. (Mail)

Yngri bróðir Eden Hazard, hann Kylian (22) færist nær því að yfirgefa herbúðir Chelsea. Hann er til skoðunar hjá hollenska félaginu VVV Venlo. (Goal)

Lyon hefur greint Chelsea frá því að miðjumaðurinn Tanguy Ndombele (21) verði ekki seldur í sumar. Chelsea sem mögulegan arftaka fyrir N'Golo Kante, sem er sagður efstur á óskalista Paris Saint-Germain. (Express)

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, og Steven Gerrard, stjóri Rangers, hafa komist að samkomulagi að Rangers muni fá að vita um alla þá leikmenn sem eru lánaðir frá Liverpool. Rangers verður fremst í röðinni til þess að næla í unga leikmenn Liverpool. (Sun)

Manchester United ætlar að fá Nico Gonzalez (16) vonarstjörnu Barcelona. Gonzalez er varnarsinnaður miðjumaður og á enn eftir að semja við Börsunga. (Sports)
Athugasemdir
banner
banner
banner