Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 08. september 2021 11:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Einu sinni jafntefli við Þjóðverja - Miklar tengingar við liðið í dag
Icelandair
Eiður Smári og Arnar á landsliðsæfingu í gær.
Eiður Smári og Arnar á landsliðsæfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland á í dag erfiðan leik fyrir höndum við ógnarsterkt lið Þýskalands á Laugardalsvelli, í undankeppni HM.

Árangurinn í gegnum tíðina við Þýskaland hefur ekki verið sérlega frábær.

Við höfum spilað sex sinnum við Þýskaland, þar af tvisvar við Vestur-Þýskaland og tapað í fimm skipti. Í þessum fimm tapleikjum hefur markatalan verið 17-2. Síðasti tapleikurinn kom í mars á þessu ári, er við töpuðum 3-0.

Við höfum einu sinni náð í jákvæð úrslit gegn Þýskalandi. Það var í september 2003, fyrir 18 árum síðan.

Þá mættum við þeim í undankeppni EM á Laugardalsvelli og var niðurstaðan markalaust jafntefli. Þjálfararnir í dag voru báðir í liðinu; Eiður Smári Guðjohnsen byrjaði og Arnar Þór Viðarsson kom inn af bekknum undir lokin.

Umboðsmaðurinn Magnús Agnar Magnússon vekur athygli á því að þrír leikmenn úr byrjunarliðinu fyrir 18 árum síðan eiga syni í leikmannahópnum í kvöld. Jóhannes Karl Guðjónsson á soninn Ísak Bergmann, Rúnar Kristinsson á soninn Rúnar Alex og Eiður Smári á soninn Andra Lucas.

Sjá einnig:
Verður þetta byrjunarlið Íslands á morgun?


Athugasemdir
banner
banner
banner