Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   mán 09. júlí 2018 13:00
Magnús Már Einarsson
Guðni ræddi við Ragga Sig - Vonar að honum snúist hugur
Ragnar Sigurðsson.
Ragnar Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, vonast til að Ragnar Sigurðsson endurskoði þá ákvörðun sína að hætta að spila með landsliðinu. Ragnar tilkynnti óvænt daginn eftir Ísland datt út á HM að hann ætli að hætta að leika með landsliðinu.

„Ég vona ennþá að honum snúist hugur og að hann verði áfram með landsliðinu. Ég tel að hann eigi ennþá nóg inni," sagði Guðni vði Fótbolta.net í dag.

Guðni ræddi við Ragnar eftir að hann tilkynnti ákvörðun sína að hætta með landsliðinu.

„Ég ræddi við hann og fór fram á að við mættum heyra í honum með endanlega ákvörðun í þessu. Ég vona að hann láti tilleiðast. Það væri óskandi því hann hefur verið frábær með okkur í mörg ár. Hann er í það góðu leikformi og standi að ég tel að hann eigi ennþá mikið að gefa til landsliðsins."

Hinn 32 ára gamli Ragnar á 80 leiki að baki með íslenska landsliðinu en hann tilkynnti á Instagram þann 27. júní að landsliðsferlinum væri lokið.

„Það hefur verið heiður að spila fyrir þjóð mína með vinum mínum og að hafa náð þessum árangri. Nú er kominn tími fyrir yngri strákanna að taka við vörninni. Miklar þakkir til allra þeirra sem tóku þátt í þessu ótrúlega ferðalagi," skrifaði Raggi á Instagram.

Ragnar og Kári Árnason hafa myndað gríðarlega öflugt miðvarðapar með íslenska landsliðinu í áraraðir en einnig er óvissa um framtíð Kára í landsliðinu.

Sjá einnig:
Ragnar Sigurðsson hættur í landsliðinu
Gáttaðir um borð í flugvél - Maður vill ekki trúa þessu
Hverjir gætu tekið við af Kára og Ragga?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner