Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 09. júlí 2021 21:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjudeildin: Ólsarar unnu næstum því og ískalt á toppnum
Lengjudeildin
Guðjón Þórðarson stýrði Ólsurum næstum því til sigurs í kvöld.
Guðjón Þórðarson stýrði Ólsurum næstum því til sigurs í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Árni skoraði fyrir Fjölni.
Jóhann Árni skoraði fyrir Fjölni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ískalt á toppnum.
Ískalt á toppnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Ólafsvík komst ansi nálægt því að vinna fótboltaleik á þessu föstudagskvöldi.

Þeir fengu Grindavík í heimsókn, lið sem eru í toppbaráttunni. Ólsarar voru aðeins með eitt stig fyrir þennan leik og hafa átt mjög erfitt sumar.

Grindavík tók forystuna eftir um hálftíma leik þegar Sigurður Bjartur Hallsson skoraði úr vítaspyrnu. Staðan var 1-0 í hálfleik, en Harley Willard hefði getað jafnað snemma í seinni hálfleik af vítapunktinum. Aron Dagur Birnuson gerði sér hins vegar lítið fyrir og varði vítaspyrnu hans.

Ólsarar gáfust ekki upp og þeir náðu að snúa leiknum við. Miðvörðurinn Emmanuel Eli Keke jafnaði og Kareem Isiaka kom þeim yfir.

Víkingur var hársbreidd frá sínum fyrsta sigri í sumar. Sigurjón Rúnarsson jafnaði metin fyrir Grindavík eftir hornspyrnu í uppbótartímanum.

Fram langbesta liðið og Fjölnir á sigubraut
Fjölnir hefur verið í vandræðum síðustu vikur eftir góða byrjun á mótinu.

Fjölnismenn komust aftur á sigurbraut í kvöld er þeir fengu Selfoss í heimsókn. Heimamenn byrjuðu mjög vel og komust í 2-0 eftir 18 mínútur; Ragnar Leósson og Jóhann Árni Gunnarsson með mörkin.

Gary Martin minnkaði muninn fyrir Selfoss snemma í seinni hálfleik en Fjölnir náði að halda út og landa sigrinum, lokatölur 2-1.

Fjölnir stefnir áfram á að komast upp en þeir eru núna í fjórða sæti með 17 stig, fimm stigum frá ÍBV í öðru sæti. Selfoss er í tíunda sæti, tveimur stigum frá fallsæti.

Það er eitt lið sem er langbest í þessari deild, en það er Fram. Þegar mótið er hálfnað er Fram með níu stiga forystu og það þarf mikið að gerast til þess að liðið fari ekki upp í efstu deild, Pepsi Max-deildina.

Leikur Aftureldingar og Fram var í járnum til að byrja með en svo náði Fram forystunni þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Óskar Jónsson skoraði og staðan var 0-1 í hálfleik í Mosfellsbæ. Indriði Áki Þorláksson innsiglaði sigurinn í tíðindalitlum leik.

Það er mjög kalt á toppnum fyrir Framara. Afturelding situr í níunda sæti.

Fjölnir 2 - 1 Selfoss
1-0 Ragnar Leósson ('7 )
2-0 Jóhann Árni Gunnarsson ('18 )
2-1 Gary John Martin ('57 )
Lestu nánar um leikinn

Afturelding 0 - 2 Fram
0-1 Óskar Jónsson ('35 )
0-2 Indriði Áki Þorláksson ('75 )
Lestu nánar um leikinn

Víkingur Ó. 2 - 2 Grindavík
0-1 Sigurður Bjartur Hallsson ('31 , víti)
0-1 Harley Bryn Willard ('56 , misnotað víti)
1-1 Emmanuel Eli Keke ('80 )
2-1 Kareem Isiaka ('87 )
2-2 Sigurjón Rúnarsson ('90 )
Lestu nánar um leikinn

Önnur úrslit í dag:
Lengjudeildin: Grótta stöðvaði sigurgöngu ÍBV í Eyjum
Athugasemdir
banner
banner