Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   fös 09. júlí 2021 19:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjudeildin: Grótta stöðvaði sigurgöngu ÍBV í Eyjum
Lengjudeildin
Axel var hetja Gróttu.
Axel var hetja Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Þór skoraði fimm á heimavelli.
Þór skoraði fimm á heimavelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grótta vann sinn annan leik í röð í Lengjudeildinni er þeir heimsóttu ÍBV í dag.

Fyrir leikinn í dag hafði ÍBV unnið fimm deildarleiki í röð og ekki tapað í Lengjudeildinni í að verða tvo mánuði.

Eyjamenn voru sterkari í fyrri hálfleik en staðan þegar flautað var til leikhlés var markalaus. „Eyjamenn fara inn til búningsklefa svekktir yfir því að vera ekki búnir að skora mark," var skrifað í textalýsingunni.

Snemma í seinni hálfleik tók Grótta forystuna þegar Axel Sigurðarson skoraði eftir flotta sókn.

Það reyndist eina mark leiksins. Eyjamenn brugðust ekki vel við markinu og náðu ekki að skapa sér mikið markvert. Grótta er eins og staðan er núna í áttunda sæti með 14 stig. ÍBV er í öðru sæti með 22 stig.

Þór skoraði fimm mörk
Í hinum leiknum sem var að klárast núna vann Þór býsna sannfærandi sigur gegn Þrótti Reykjavík á Akureyri.

Þór tók forystuna á 21. mínútu er Fannar Daði Malmquist skoraði. Kairo Edwards-John jafnað beint úr aukaspyrnu stuttu síðar, en Þór svaraði jöfnunarmarkinu vel og fór með 2-1 forystu inn í hálfleik. Fannar Daði skorað sitt annað mark áður en dómarinn blés í flautu sína.

Þór gekk svo á lagið í seinni hálfleik. Ólafur Aron Pétursson kom þeim í 3-1 úr vítaspyrnu og Ásgeir Marinó Baldvinsson gerði fjórða markið eftir rúmlega klukkutíma leik.

Rétt fyrir leikslok skoraði svo Jóhann Helgi Hannesson fimmta markið og lokatölur 5-1. Þór er í sjöunda sæti með einu stigi meira en Grótta. Þróttur er í næst neðsta sæti með sjö stig.

Þór 5 - 1 Þróttur R.
1-0 Fannar Daði Malmquist Gíslason ('21 )
1-1 Kairo Asa Jacob Edwards-John ('23 )
2-1 Fannar Daði Malmquist Gíslason ('38 )
3-1 Ólafur Aron Pétursson ('49 , víti)
4-1 Ásgeir Marinó Baldvinsson ('62 )
5-1 Jóhann Helgi Hannesson ('94)
Lestu nánar um leikinn

ÍBV 0 - 1 Grótta
0-1 Axel Sigurðarson ('54 )
Lestu nánar um leikinn

Leikir kvöldsins:
19:15 Afturelding-Fram (Fagverksvöllurinn Varmá)
19:15 Fjölnir-Selfoss (Extra völlurinn)
19:15 Víkingur Ó.-Grindavík (Ólafsvíkurvöllur)
Athugasemdir
banner
banner