Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 10. mars 2024 14:28
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Spá því að Gylfi taki slaginn með Val í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Greint var frá því í gær að Gylfi Þór Sigurðsson væri mættur til móts við lið Vals í æfingaferð á Spáni. Óvíst er hvað Gylfi ætlar að gera við sinn feril en hann hefur verið í endurhæfingu vegna meiðsla síðustu vikur.

Gylfi æfði með Val á síðasta ári og vangaveltur hafa verið í gangi um hvort hann gæti spilað með Völsurum í Bestu deildinni á komandi sumri.

Benedikt Bóas Hinriksson, íþróttafréttamaður og stuðningsmaður Vals, var spurður að því í útvarpsþættinum Fótbolti.net hvort hann héldi að Gylfi yrði með Val í sumar?

„Ég ætla að vera bjartsýni maðurinn, ég ætla að segja já," svaraði Benedikt.

„Það yrði svo mikill draumur að fá hann í deildina," segir Elvar Geir Magnússon og nefnir þá staðreynd að Valur æfi í hádeginu.

„Það er það sem ég held að heilli Gylfa mest, þú ert bara búinn í vinnunni klukkan tvö í síðasta lagi. Hann var að æfa með þeim síðasta sumar og var duglegur að kíkja í golf með Hólmari, Sigga Lár og þessum strák. Þetta er félagsskapur sem ég held að hann nenni að vera í," segir Baldvin Már Borgarsson.
Útvarpsþátturinn - Dóri Árna og enduskoðuð Lengjuspá
Athugasemdir
banner
banner
banner