Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   lau 09. mars 2024 12:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gylfi undirbýr tímabilið með Valsmönnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Gylfi Þór Sigurðsson er mættur til móts við lið Vals í Montecastillo á Spáni þar sem liðið er við æfingar næstu vikuna. Gylfi sem er 34 ára er án liðs en hann lék síðast með Lyngby í Danmörku.


Gylfi hefur verið orðaður við heimkomu og þá helst við Valsmenn sem hafa líst því ítrekað yfir að þeir ætli sér að ná í þann stóra á ný.

Valsmenn hafa síðustu tvö ár verið að sækja yngri leikmenn en oft áður í bland við reynslumikla leikmenn. Þeir hafa t.a.m endursamið við bæði Aron Jóhannsson og Birki Má Sævarsson nýlega. Ljóst er að töluverð reynsla og gæði munu koma inn í liðið semji Valsmenn við Gylfa sem hentar vel inn í þann leikstíl sem Arnar Grétarsson vill spila.

Samkvæmt heimildum fótbolta.net horfa Valsmenn björtum augum á framhaldið með byggingu knattspyrnuhúss og nýlega samninga við Reykjavíkurborg sem tryggja félaginu umtalsverðar fjárhæðir á næstu árum.

Það er stórt ár framundan hjá bæði karla- og kvennaliði Vals en bæði lið taka þátt í evrópukeppni og munu tefla fram sterkum liðum.

Björn Steinar Jónsson formaður meistaraflokksráðs Vals staðfesti í samtali við fótbolta.net að Gylfi væri mættur til æfinga eftir langt ferðalag en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið.


Athugasemdir
banner
banner