Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 10. ágúst 2022 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Góð tíðindi af Óttari en verri af Brynjari Hlöðvers - „Hann er náttúrulega ótrúlegur maður"
Óttar Bjarni
Óttar Bjarni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik Leiknis og Keflavíkur voru nokkrir leikmenn fjarri góðu gamni hjá Leikni. Þeir Hjalti Sigurðsson, Ósvald Jarl Traustason og Brynjar Hlöðvers voru ekki á skýrslu vegna meiðsla.

„Brynjar er bara meiddur, því miður. Hann er frá í einhvern tíma, ég veit ekki hvað lengi samt. Hann er náttúrulega ótrúlegur maður og vildi örugglega spila þennan leik en er meiddur. Vonandi fáum við hann á völlinn sem fyrst," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, í viðtali eftir leikinn gegn Keflavík á mánudag.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  2 Keflavík

Óttar Bjarni Guðmundsson, sem hefur ekki spilað síðan í 1. umferð mótsins, var hins vegar mættur á bekkinn á mánudag. Óttar er reyndur miðvörður, uppalinn hjá Leikni og gekk aftur í raðir félagsins frá ÍA eftir síðasta tímabil.

„Óttar átti að spila en út af meiðslunum í fyrri hálfleik var það ekki hægt og planið fór aðeins út um gluggann. Óttar er klár," sagði Siggi.

Hann kom inn á meiðslin í fyrri hálfleiknum. Þeir Adam Örn Arnarson og Árni Elvar Árnason þurftu báðir að fara af velli í fyrri hálfleik.

„Adam var eitthvað pínu tæpur í náranum. við héldum að hann væri bara klár og gæti spilað. Því miður þá fór það þarna í byrjun. Árni fékk eitthvað högg í bakið, búinn að vera pínu slappur í bakinu, einhver óumflýgjanleg meiðsli."

Siggi sagði þá að Hjalti væri að nálgast endurkomu og sömu sögu væri að segja af Ósvald.
Snéri sér við og sá ekki mistökin afdrifaríku - „Ég er ekki að fara garga á Gyrði í dag"
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner