Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mið 10. október 2018 17:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Defoe aftur í MLS deildina?
Defoe í búningi Bournemouth.
Defoe í búningi Bournemouth.
Mynd: Getty Images
Jermain Defoe, framherji Bournemouth segir að hann myndi ekki útiloka að snúa aftur í MLS deildina.

Defoe gekk til liðs við Bournemouth síðastliðið sumar en hann hefur alls spilað 204 leiki í ensku úrvalsdeildinni og skorað 93 mörk. Hann spilaði með Toronto FC tímabilið 2014-2015 áður en hann fór til Sunderland.

„Ég myndi klárlega ekki útiloka það því að þegar ég var þar naut ég þess. Ég naut þess að fara á staði sem ég hafði aldrei komið til áður. Kannski fór ég of snemma í MLS deildina. Það virtist rökrétt á þeim tíma vegna þess að þetta var góður samningur fyrir báða aðila,” sagði Defoe.

„Að fara í nýja deild fyrir mig, ný áskorun, lið sem var að ganga í gegnum miklar breytingar og ég þekkti þjálfarann. Toronto er frábær borg og ég horfði á það og hugsaði, David Beckham for þangað, Robbie Keane fór þangað auk fleiri leikmanna. Ég taldi þetta vera gott, nýr kafli í mínu lífi. Og til þess að vera hreinskilinn þá naut ég þess.”
Athugasemdir
banner
banner
banner