Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   mið 10. október 2018 23:15
Brynjar Ingi Erluson
Gummi Júll framlengir við HK
Guðmundur Þór Júlíusson og Brynjar Björn Gunnarsson
Guðmundur Þór Júlíusson og Brynjar Björn Gunnarsson
Mynd: Heimasíða HK
Guðmundur Þór Júlíusson, leikmaður HK, framlengdi í dag samning sinn við félagið til ársins 2021.

Guðmundur, sem er 24 ára gamall varnarmaður, var mikilvægur hlekkur er liðið vann Inkasso-deildina í sumar og tryggði sæti sitt í Pepsi-deildinni að ári.

Hann er uppalinn í Fjölni og lék ellefu meistaraflokksleiki í deild- og bikar. Hann fór fyrst í HK á láni árið 2014 en gerði félagaskipti sín varanleg eftir tímabilið.

Guðmundur samdi við HK til ársins 2021 í dag en samningur hans átti að renna út eftir þetta tímabil. Fimm aðrir leikmenn eru að renna út á samning hjá félaginu.

Þessir eiga lítið eftir af samning sínum við HK
Árni Arnarson
Eiður Gauti Sæbjörnsson
Hákon Þór Sófusson
Ingiberg Ólafur Jónsson
Ólafur Örn Eyjólfsson
Athugasemdir
banner
banner