Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 10. nóvember 2017 11:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Horsens Folkeblad 
Ekki ljóst hvort Horsens semji við Orra - Skýrist í næstu viku
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danska liðið Horsens á eftir að taka ákvörðun um það hvort samið verði við varnarmanninn Orra Sigurð Ómarsson.

Orri, sem var einn besti leikmaður Íslandsmeistara Vals á nýliðnu sumari, hefur verið að skoða aðstæður hjá Horsens og þá spilaði hann æfingaleik gegn Union Berlín í Þýskalandi í gær. Leikurinn endaði 1-1 og spilaði Orri í hjarta varnarinnar.

Fyrr í þessari viku bárust fregnir af því að Horsens hefði náð samkomulagi við Val um kaup á Orra.

Það er þó ekki staðfest að Horsens muni kaupa hann.

„Hann var óöruggur í sínum aðgerðum í fyrri hálfleiknum en það er eðlilegt þar sem það er liðinn mánuður síðan hann spilaði síðast leik. Frammistaða hans skánaði í seinni hálfleiknum" sagði Bo Henriksen, þjálfari Horsens í viðtali eftir leikinn. Eins og margir vita spilaði Henriksen á Íslandi á árum áður. Hann var á mála hjá Val, Fram og síðan ÍBV og skoraði nokkur mörk.

Hann segir að ákvörðun verði tekin um það í næstu viku hvort Orri verði keyptur til félagsins.

„Hann fékk sanngjarnt tækifæri og nú verðum við að fara yfir leikinn. Við munum taka ákvörðun í næstu viku."

Orri er uppalinn hjá HK en hann var á mála hjá danska félaginu AGF í þrjú ár áður en hann gekk í raðir Vals fyrir sumarið 2015.

Horsens er í sjötta sæti í dönsku úrvalsdeildinni eftir fimmtán umferðir. Framherjinn Kjartan Henry Finnbogason spilar með liðinu.
Athugasemdir
banner
banner