Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   þri 12. júní 2018 21:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Atletico og Monaco ná samkomulagi um Thomas Lemar
Lemar er líklega á leið til Spánar
Lemar er líklega á leið til Spánar
Mynd: Getty Images
Atletico Madrid hafa náð samkomulagi um að hefja viðræður um kaup á Frakkanum Thomas Lemar frá Monaco.

Franski landsliðsmaðurinn hefur verið síðustu þrjú tímabil hjá Monaco en hann er í landsliðshópi Frakka fyrir heimsmeistaramótið.

Lemar var eftirsóttur síðasta sumar og reyndu bæði Arsenal og Liverpool að fá hann, en það gekk ekki upp.

Nú virðist hann vera á leið Spánar.

„Næstu daga munu félögin vinna að því að loka viðræðunum um kaup á Thomas Lemar," segir í yfirlýsingu frá Atletico.

Lemar hefur skorað 22 mörk í 123 leikjum fyrir Monaco og hjálpaði þeim að vinna frönsku deildina árið 2017 og komast í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu sama ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner