Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 12. júlí 2021 09:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kominn tími á sigur Mancini með landsliðinu
Roberto Mancini, landsliðsþjálfari Ítalíu.
Roberto Mancini, landsliðsþjálfari Ítalíu.
Mynd: EPA
Roberto Mancini, landsliðsþjálfari Ítalíu, segir að það hafi verið kominn tími á það að hann myndi vinna stórmót með ítalska landsliðinu. Það gerðist í gær, þegar hann stýrði Ítalíu til sigurs í úrslitaleik gegn Englandi.

„Ég var mjög heppinn að spila í góðu ítölsku liði 1990 og í stórkostlegu U21 landsliði. Við vorum besta liðið en unnum aldrei, við töpuðum í vítaspyrnukeppni," sagði Mancini sem vann ekki neitt sem leikmaður Ítalíu á sínum tíma.

Hann felldi tár eftir leik og sagði hann að tárin hefðu verið fyrir Ítalíu í heild sinni.

Ítalía komst ekki einu sinni á HM 2018 en er taplaust í 34 leikjum í röð undir stjórn Mancini.

„Við höfum búið til ótrúlegan liðsanda á síðustu 50 dögum og það verður aldrei hægt að aðskilja okkur í framtíðinni. Þessir strákar munu alltaf eiga þennan sigur saman."

Giorgio Chiellini, 36 ára gamall miðvörður Ítalíu, átti stórkostlegt mót. „Við höfum talað um töfra í loftinu frá því í lok maí, dag eftir dag," sagði Chiellini eftir sigurinn í gær.

Ítalía var að vinna sinn fyrsta Evrópumeistaratitil frá 1968.
Athugasemdir
banner
banner
banner