Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fim 14. mars 2024 17:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Álitsgjafar um heimkomu Gylfa - „Hálf óraunverulegt"
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Styrmir Þór Bragason
Gylfi samdi við Val í dag.
Gylfi samdi við Val í dag.
Mynd: Styrmir Þór Bragason
Arnar Sveinn Geirsson.
Arnar Sveinn Geirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Baldvin Már Borgarsson.
Baldvin Már Borgarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurbjörn Hreiðarsson.
Sigurbjörn Hreiðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir Mar Smárason.
Sverrir Mar Smárason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þær risastóru fréttir bárust í dag að Gylfi Þór Sigurðsson væri mættur heim í íslenska boltann eftir stórkostlegan atvinnumannaferil þar sem hann spilaði lengst af í ensku úrvalsdeildinni. Gylfi, sem er markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins, er einhver stærsti prófíll sem hefur komið í íslenska boltann, ef ekki bara sá allra stærsti.

Við á Fótbolta.net fengum nokkra álitsgjafa til að segja okkur þeirra skoðun á komu Gylfa heim í Bestu deildina. Við lögðum fyrir álitsgjafana þessar spurningar:

1) Hvernig er að sjá að Gylfi sé kominn í íslenskan fótbolta?

2) Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir deildina?

3) Hvað erum við að fara að sjá Gylfa gera í Bestu deildinni í sumar? Gerir þetta Val að líklegasta liðinu til að vinna titilinn?

Hér eru svörin frá álitsgjöfunum:

Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands og fyrrum leikmaður Vals
1) Það er náttúrulega hálf óraunverulegt. Maður hafði auðvitað vonað að hann kæmist aftur á hæsta level, en því miður var það líklega aldrei raunhæft. Það er alveg ljóst að þetta er gríðarlega stórt fyrir íslenskan fótbolta, sennilega einhver stærsta frétt í sögu efstu deildar, og frábært að hann velji að klára ferilinn á Íslandi.

2) Þetta hjálpar deildinni að sjálfsögðu hvað varðar áhuga, áhorf, umfjöllun, o.s.frv og hefur þar af leiðandi mikla þýðingu fyrir íslenskan fótbolta í heild sinni. Það ættu allir sem hafa áhuga á íslenskum fótbolta að fagna þessu, þó að mig gruni að einhverjir fagni meira en aðrir.

3) Það er stóra spurningin. Hann hefur verið í smá veseni með meiðsli frá því að hann kom aftur, en á sama tíma er ákefðin í íslensku deildinni allt önnur og minni heldur en í atvinnumannadeildum eða í landsliðinu. Ég trúi því að hann muni spila meirihluta leikja Vals í sumar – og held að það séu væntingarnar hans líka. Gylfi er þannig íþróttamaður að hann færi ekki út í þetta nema að vera klár í verkefnið og vilja gera þetta almennilega. Leikmaður með svona gæði og reynslu, það er ekki bara það að hann komi með það inn í liðið heldur gerir hann alla í kringum sig betri hvort sem það er á æfingum eða í leikjum. Ef Gylfi nær að spila slatta af leikjum að þá er alveg klárt mál að Valur á að vera besta, ef ekki langbesta, lið landsins.

Baldvin Már Borgarsson, þjálfari Árbæjar
1) Það er rosalegt að fá jafn stóran prófíl heim til Íslands, maður hélt fyrir einhverjum árum að hann myndi fara Eiðs Smára leiðina og klára ferilinn erlendis, enda slík eru gæðin sem hann býr yfir og hefur sýnt okkur um langt skeið undanfarin ár á stærsta sviðinu

2) Það er svakaleg lyftistöng fyrir íslenskan fótbolta að fá Gylfa í deildina, maður sá það til dæmis í morgun að ÍTF sendi frá sér tvær færslur á X á Bestu deildar prófílnum um málið, svo stór er þýðingin að öllu leyti. Þetta vonandi gefur innspýtingu í bæði öll félögin að stíga upp og svo fyrir allt marketing og almennan áhuga á deildinni.

3) Valur er með svakalega gæðamikið lið og eiga klárlega að herja á alla titla, ég þekki til vinnuframlagsins og ástríðunnar fyrir árangri innan Vals og þar er krafan alltaf sú sama, allir róa í sömu átt. Gylfi mun vonandi ná að spila 27 leiki, stimpla sig vel inn og hjálpa Tryggva Hrafni vini mínum að sækja sinn fyrsta titil á Íslandi sem er ekki bara eitthvað undirbúningstímabilsmót. Ég veit að Addi Grétars og Tryggvi Hrafn renna hýrum augum að skildinum glæsilega!

Sigurbjörn Hreiðarsson, fyrrum fyrirliði Vals
1) Það er auðvitað alveg frábært að fá Gylfa í Bestu deildina. Leikmaður sem er sennilega stærstur í bestu stundum Íslenskrar knattspyrnusögu.

2) Besta deildin stækkar gríðarlega við þetta skref. Eykur auðvitað athyglina mikið. Fólk vill sjá Gylfa spila og fjölmiðlar fá ótrúlega mikið hráefni að vinna með. Toppbaráttan svona við fyrstu sýn verður geggjuð. Víkingar sem fólk hefur litið á sem örugga sigurvegara eru skyndilega komnir númer tvö hjá mörgum. Verðgildi deildarinnar hækkar gríðarlega.

3) Gylfi er að fara inn í lið með mjög góðum leikmönnum. Þetta setur alla samherja á tærnar og það sem meira er að hann setur mótherjana ekki síður á tærnar. En hann er þannig leikmaður að plús að vera frábær í fótbolta þá hefur hann þessa kosti sem eru svo flottir líka sem er að hann er frábær liðsmaður, vinnur gríðarlega vinnu fyrir liðið og gerir aðra leikmenn betri (ólíkt stundum ofurstjörnum sem gera oft ástandið verra en fyrir var) og með þessi vopn sem Valur hefur nú þegar þá gæti þetta orðið þvílíkt augnakonfekt að sjá sókn Vals í opnum leik sem og í föstum atriðum.
Ég tel Val líklegasta liðið að vinna mótið og þeir gera það líka sjálfir.

Sverrir Mar Smárason, leikmaður Kára og þáttastjórnandi Ástríðunnar
1) Það er algjörlega frábært að fá Gylfa heim. Eitthvað sem ég bjóst aldrei við að myndi gerast, hvorki núna né síðar. Ég hélt hann myndi bara hætta, halda 'legacy-inu' óhreyfðu og vera svona þessi ósnertanlegi karakter. Óraunverulegt að sjá hann í Valstreyju og að Skaginn mæti honum í fyrsta leik.

2) Þetta þýðir það að áhuginn og umtalið mun aukast til muna að mínu mati. Þetta er mjög svipað og með Aron Pálmars heim í FH nema Besta deildin er sýnd og sýnileg af miklum metnaði. Ég held að nú muni allir vita hvernig leikirnir fara og þetta lyftir öllu á hærra plan.

3) Ég er ekkert endilega viss um að hann verði bara í kósýnæs og skori 30 mörk. Deildin er mun meira krefjandi en flestir halda, sérstaklega ef menn eru ekki að koma heim í þessu toppstandi. Hann verður smá tíma í gang. Svo þegar líður á, Evrópa byrjar og svona, þá verður hann algjörlega stórkostlegur - tekur yfir. Ég var með Val sem líklegasta til þess að vinna í allan vetur. Ég hlakka til að sjá hvernig þeir stilla upp. Tryggvi Hrafn og Adam Æfir koma inn í toppstandi sem er mikilvægt fyrir Val. Þeir vinna í ár ef allt er eðlilegt, sem það er aldrei.
Athugasemdir
banner
banner
banner