Liverpool býður Trent væna launahækkun - PSG og Villa gætu skipst á leikmönnum - Zirkzee vill fara frá Man Utd
   fim 14. mars 2024 10:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Jújú, það gengur vel en ég mun aldrei láta kappið bera fegurðina ofurliði"
Markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins er genginn í raðir Vals.
Markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins er genginn í raðir Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jújú, það gengur vel en ég mun aldrei láta kappið bera fegurðina ofurliði
Jújú, það gengur vel en ég mun aldrei láta kappið bera fegurðina ofurliði
Mynd: Aðsend
Ég vona bara fyrir hans hönd að hann geti spilað og haft gaman
Ég vona bara fyrir hans hönd að hann geti spilað og haft gaman
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Why put another layer of gold paint on the Bentley when you are losing the entire engine
Why put another layer of gold paint on the Bentley when you are losing the entire engine
Mynd: Aðsend
Gylfi Þór Sigurðsson er genginn í raðir Vals, orðinn hluti af leikmannahópi liðsins. Gylfi æfði með Val síðasta sumar en ekkert varð úr því að hann skrifaði þar undir, en nú er búið að skrifa undir.

Gylfi er 34 ára miðjumaður sem lék í áratug í ensku úrvalsdeildinni, lék 318 leiki, skoraði 67 mörk og lagði upp 50. Hlé var á ferli hans í tvö ár en hann sneri aftur á völlinn síðasta haust og lék með danska liðinu Lyngby undir stjórn Freys Alexanderssonar. Gylfi varð síðasta haust markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins en hann hefur nú skorað 27 landsliðsmörk og eru landsleikirnir 80.

Í kjölfarið glímdi Gylfi við meiðsli en er nú að snúa aftur og hefur æft með Fylki og svo Val að undanförnu.

Í kjölfar tíðindanna af komu Gylfa til Vals hafði Fótbolti.net samband við Jóhann Skúla Jónsson sem er harður Valsari. Jói er þáttarstjórnandi Draumaliðsins og Svona var sumarið hlaðvarpanna.

Jói svaraði nokkrum spurningum um komu Gylfa til Vals.

Hvernig er tilfinningin að Gylfi Sig sé orðinn leikmaður Vals?

„Ég held að Doktorinn hafi komist ágætlega að orði um daginn varðandi að Valur vill geta haft snertiflöt við allar geitur í íslenskum boltaíþróttum. Handboltann þekkjum við öll. Í körfunni eigum við allt Mt. Rushmore (Pavel, Pétur Guðmunds, Jón Arnór og Helena). Í fótboltanum eigum við síðan t.d. þrjár kynslóðir af Guðjohnsenum, Albert Guðmunds og haug af öðrum og ætlum núna að bæta við okkur Gylfa. Hvernig er tilfinningin? Jújú, það gengur vel en ég mun aldrei láta kappið bera fegurðina ofurliði."

Þegar fréttir um mögulega komu Gylfa í Val fóru aftur af stað á síðustu vikum, hafðirðu trú á að það myndi raungerast?

„Í sjálfu sér ekki. Ég var samt ekkert eitthvað að missa svefn yfir þessu af einhverju trúleysi, ég var nú bara almennt rólegur."

Voru það vonbrigði að fá hann ekki inn á síðasta tímabili?

„Nei ég get ekki sagt að það hafi verið vonbrigði, í grunninn eins og að spyrja mig hvort það hafi verið vonbrigði að Gordon Ramsay var ekki mættur á Domino's að baka pizzuna sem ég keypti mér í fyrradag."

Gerir þetta Val að líklegasta liðinu til að vinna titilinn?

„Fjölmiðlar hafa á einhvern algjörlega glórulausan hátt tekist að mála tvöfalda meistara Víkings með sitt stórkostlega mannaða, mjög svo reynslumikla og alveg pottþétt rándýra lið sem einhvern underdog og Davíð í baráttunni við Val um Íslandsmeistaratitilinn."

„Samkvæmt þeim voru Valur langlíklegastir til að vinna titilinn áður en Gylfi kom og maður getur eiginlega ekki ímyndað sér rykþyrlunina og gaslýsinguna sem málpípur Víkinga og annarra félaga munu henda í á næstu dögum. Það verður gaman að fá fylgjast með. En jújú, við erum líklegir, geðveikur leikmannahópur með geggjuðum manneskjum."


Hvaða kröfur gerir þú til Gylfa á tímabilinu?

„Ég geri engar kröfur, ég vona bara fyrir hans hönd að hann geti spilað og haft gaman."

Hvernig lítur sterkasta byrjunarlið Vals núna?

„Ég veit eiginlega ekki hvað hann gerir. Það sem ég hef séð á undirbúningstímabilinu hefur Arnar Grétars verið í einhverri 5D skák með Ella Helga (einn af mínum langbestu vinum) sem falska sexu í einhverjum taktískum pælingum sem maður hefur ekkert séð hérna á Íslandi. Fáránlega impressive dæmi í gangi þar. Hann gæti samt þurft að fórna því ef Gylfi kemur inn. Ég heyrði samt í einum um daginn sem sagði why put another layer of gold paint on the Bentley when you are losing the entire engine. Það virðist ekki vera nein hreinræktuð sexa þarna, bara ein fölsk. Ég veit ekki hvernig hann leysir það og kemur Gylfa fyrir í liðinu en maður er náttúrulega ekkert eðlilega peppaður fyrir því að sjá hvað sá taktíski gerir," sagði Jói.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner