Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 14. mars 2024 08:31
Elvar Geir Magnússon
Lyngby kveður Gylfa sem er á leið í Val
Gylfi í leik með Lyngby.
Gylfi í leik með Lyngby.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson er að ná samkomulagi við Val um að leika með liðinu í Bestu deildinni í sumar. Lyngby í Danmörku hefur staðfest að Gylfi muni ekki snúa aftur til félagsins.

Í tilkynningu frá Lyngby er Gylfa þakkað fyrir tíma sinn hjá félaginu og honum óskað alls hins besta í framtíðinni.

Haft er eftir Nicas Kjeldsen yfirmanni fótboltamála hjá Lyngby að vonast hefði verið eftir að Gylfi næði fyrri hæðum með liðinu en því miður hafi komið í ljós að það tekur of langan tíma að ná því.

„Ég kann að meta það að Lyngby gaf mér tækifæri til að snúa aftur í fótboltann og verð alltaf þakklátur fyrir það. Það skiptir mig miklu máli og ég mun alltaf muna eftir móttökunum sem ég fékk frá stuðningsmönnum Lyngby á fyrsta heimaleiknum," segir Gylfi við heimasíðu danska úrvalsdeildarliðsins.

Gylfi lék sex leiki fyrir Lyngby í fyrra og skoraði tvö mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner