Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fim 14. mars 2024 13:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þá kemur í ljós að hann er ekki í landsliðshópnum"
Icelandair
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, segir að Gylfi Þór Sigurðsson hafi fengið fréttir um það í æfingaferð liðsins á Spáni að hann yrði ekki í landsliðshópnum fyrir umspilið um að komast inn á Evrópumótið.

Ísland spilar við Ísrael seinna í mars í undanúrslitum umspilsins. Ef liðið vinnur þann leik er svo úrslitaleikur við annað hvort Bosníu eða Úkraínu um sæti á Evrópumótinu.

Gylfi hefur ekki spilað fótboltaleik síðan í nóvember og Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, sagði nýverið við Vísi að það yrði ólíklegt að Gylfi og Aron Einar Gunnarsson yrðu í landsliðshópnum. „Menn verða að spila. Þeir hafa verið í meðferð við meiðslum. Ég held að Gylfi sé nær því að ná fullum bata en hann hefur ekkert spilað og það er aðalatriðið," sagði Hareide.

Ragnar Bragi æfði nýverið með Gylfa á Spáni en hann segir að á þeim tíma hafi Gylfi fengið að vita að hann yrði ekki í landsliðshópnum fyrir umspilið.

„Hann lendir í því þegar hann er að æfa með okkur, að þá kemur í ljós að hann er ekki í landsliðshópnum. Honum er tilkynnt það," sagði Ragnar Bragi.

„Þá fer hann að endurhugsa hvað hann ætlar að gera. Hann ætlaði að nýta æfingarnar með okkur og svo með Val til að komast á góðu skriði inn í landsleikina og taka svo eitthvað 'move' út frá því."

Gylfi er núna búinn að skrifa undir tveggja ára samning við Val og verður ótrúlega gaman að sjá hann í Bestu deildinni í sumar.

Landsliðshópurinn fyrir umspilið verður tilkynntur á morgun.


Gylfi mættur í Val - Lyftir deildinni upp um nokkrar hæðir
Athugasemdir
banner
banner