Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 14. ágúst 2018 14:00
Magnús Már Einarsson
Stilltu upp liði með 20 ára meðalaldur í úrvalsdeild
Mynd: Getty Images
Meðalaldur leikmanna danska félagsins FC Nordsjælland hljóðaði upp á 20 ár og 142 daga í 1-0 tapi gegn AaB í dönsku úrvalsdeildinni um helgina.

Um er að ræða met í Danmörku en aldrei áður hefur byrjunarlið verið skipað svo ungum leikmönnum.

Nordsjælland hefur lagt mikinn metnað í unglingastarf sitt og ungir leikmenn hafa verið duglegir að fá tækifæri með aðalliðinu undanfarin ár.

15 af 18 leikmönnum í hópnum hjá Nordsjælland gegn AaB ólust upp hjá félaginu.

Rúnar Alex Rúnarsson fór frá Nordsjælland í sumar eftir að hafa varið mark liðsins undanfarin ár. Franska félagið Dijon keypti Rúnar Alex en hann var í liði umferðarinnar í fyrstu umferðinni um helgina.

Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var áður við stjórnvölinn hjá Nordsjælland en hann stýrði liðinu 2014 og 2015.
Athugasemdir
banner
banner
banner