Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 15. mars 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Blæs á sögusagnir um framtíð Rashford
Marcus Rashford.
Marcus Rashford.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, segir að Marcus Rashford verði ekki seldur frá félaginu í sumar.

Rashford var algjörlega frábær á síðasta tímabili og fékk þá nýjan samning, en hann er búinn að vera vægast slakur á yfirstandandi tímabili.

Að undanförnu hefur hann verið orðaður við Paris Saint-Germain en franska félagið horfir á hann sem kost í staðinn fyrir Kylian Mbappe sem mun væntanlega fara yfir til Real Madrid í sumar.

Ten Hag segir hins vegar að Rashford verði áfram leikmaður Man Utd á næsta tímabili.

„Við vorum ekki að endursemja við hann á síðasta tímabili með það fyrir augum að selja hann svo," sagði Ten Hag. „Nei, bara alls ekki."

„Hann á að vera hluti af þessu verkefni. Þetta er ekki eitthvað sem er talað um."
Athugasemdir
banner
banner
banner