Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mán 15. júní 2020 16:00
Fótbolti.net
Gagnrýnin hefur engin áhrif á Brynjólf - Ný greiðsla og góð frammistaða
Brynjólfur Willumsson í leiknum í gær.
Brynjólfur Willumsson í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjólfur Willumsson, lagði upp fyrsta markið í 3-0 sigri Breiðabliks á Gróttu í gær. Brynjólfur átti góðan leik en hann var ógnandi og átti meðal annars stangarskot.

Brynjólfur var gagnrýndur á dögunum fyrir frammistöðu í æfingaleik gegn Val en hann lék vel í gær.

„Hann hefur fengið gagnrýni í kvöld en hann var góður í kvöld og sýndi hvað í honum býr. Ég held að gagnrýnin bíti ekkert á hann. Honum er alveg sama. Hann fær sér nýja hárgreiðslu og litar deildina. Þetta var frábærlega gert hjá honum í fyrsta markinu," sagði Magnús Már Einarsson í Innkastinu.

Brynjólfur var með pöndugreiðslu gegn Val á dögunum en í gær var hann búinn að setja númerið sitt, 45, í hárið á sér.

„Benedikt Októ (Bjarnason), fyrrum leikmaður ÍBV og Fram sér um þetta. Hann og Gunnar Malmquist, handboltamaður í Aftureldingu, skipta með sér Pepsi-deildinni eins og hún leggur sig. Helmingur er hjá Benna Októ og helmingur hjá Gunna Malmquist, Vikingblendz. Ég er hjá þeim síðarnefnda," sagði Gunnar Birgisson léttur í bragði í Innkastinu.

Annar leikmaður sem vakti athygli í leiknum í gær var Andri Rafn Yeoman en hann spilaði í nýrri stöðu sem hægri bakvörður.

„Hann sýndi hvað hann er fjölhæfur leikmaður. Þú segir honum að gera eitthvað á fóboltanum og hann leysir það. Frábær leikmaður," sagði Magnús í Innkastinu.

Hér að neðan má hlusta á Innkastið.
Innkastið - Mikill gæðamunur og meiðslahrina
Athugasemdir
banner
banner