Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 04. júní 2020 14:02
Elvar Geir Magnússon
Brynjólfur með pöndugreiðslu
Brynjólfur Andersen Willumsson.
Brynjólfur Andersen Willumsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjólfur Andersen Willumsson, sóknarleikmaður Breiðabliks, skartaði áhugaverðri hárgreiðslu þegar Kópavogsliðið mætti Val í æfingaleik um síðustu helgi.

Þessi 19 ára leikmaður var með pöndu í hnakkanum en hann er hluti af vinahóp sem kallar sig 'Pandagang'.

Pandagang fatalínan var svo sett á laggirnar seint á síðasta ári af honum og félögum hans.

„Hugmyndin kemur frá Pandagang sem er bara my gang/vinir mínir. Ég bjó það til fyrir alveg 2-3 árum og hefur þetta verið svona meira og meira orðið á götunni þar sem ég hef verið að búa til fögn tengt þessu “Pandawalk” og allskonar eitthvað í kringum þetta," sagði Brynjólfur við Fótbolta.net þegar fatalínan var sett af stað.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Brynjólf með pöndugreiðsluna en Hafliði Breiðfjörð sem tók myndina er einnig mikill pönduaðdáandi.

Darri er alveg farið
Brynjólfur var í fjölmiðlum kallaður 'Brynjólfur Darri Willumsson' en hann lét breyta nafni sínu og tók út 'Darri' enda hefur hann aldrei notað það nafn sjálfur.

„Ég hef aldrei notað nafnið Darri. Ég hef breytt því núna og sett ættarnafnið í staðinn. Darri er alveg farið." sagði Brynjólfur Andersen Willumsson í viðtali við Fótbolta.net fyrr á árinu.

Breiðabliki er spáð 3. sæti í Pepsi Max-deild karla í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner