Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 15. júlí 2021 14:30
Elvar Geir Magnússon
Barella ekki til sölu í sumar
Nicolo Barella, miðjumaður Inter
Nicolo Barella, miðjumaður Inter
Mynd: Getty Images
Í slúðurpakka dagsins var sagt frá því að Liverpool væri að undirbúa 60 milljóna punda tilboð í ítalska Evrópumeistarann Nicolo Barella, miðjumann Inter.

Barella hefur einnig verið orðaður við Manchester United en Inter ætlar ekki að selja þennan 24 ára leikmann í sumar.

Fabrizio Romano, íþróttafréttamaður Sky Sport Italia segir að Barella sé einfaldlega ekki til sölu.

Fjárhagsstaða Inter er ekki nægilega góð en félagið hefur þegar selt Achraf Hakimi til PSG fyrir 71 milljón evra. Það ætlar sér alls ekki að selja Barella líka.

Ivan Perisic eða Stefano Sensi gæru verið seldir en sagt er að Nicolo Barella og Romelu Lukaku séu ósnertanlegir og alls ekki til sölu.

Fabrizio Romano segir að Inter sé ekki í neinum viðræðum varðandi Barella, hvorki við Manchester United né Liverpool.

Ítalski landsliðsmaðurinn kom til Inter frá Cagliari fyrir 44 milljónir evra 2019 og talað um að hann gæti tekið við fyrirliðabandinu hjá félaginu. Hann varð Ítalíumeistari með Inter á árinu og fylgdi því svo eftir með Evrópumeistaratitli með Inter.
Athugasemdir
banner
banner