Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 15. júlí 2021 09:55
Elvar Geir Magnússon
Liverpool undirbýr tilboð í Barella
Powerade
Nicolo Barella fagnar með ítalska landsliðinu.
Nicolo Barella fagnar með ítalska landsliðinu.
Mynd: EPA
Willock vill fara aftur til Newcastle.
Willock vill fara aftur til Newcastle.
Mynd: EPA
 Donyell Malen er á leið til Dortmund.
Donyell Malen er á leið til Dortmund.
Mynd: EPA
Kristoffer Klaesson.
Kristoffer Klaesson.
Mynd: EPA
Koulibaly, Barella, Areola, Griezmann, Bellerin, Tielemans og fleiri í gómsætum slúðurpakka dagsins. BBC tók saman.

Everton hefur gert fyrsta boð í senegalska miðvörðinn Kalidou Koulibaly (30) en hann er eitt efsta nafn á óskalista Rafa Benítez. (Calciomercato)

Liverpool undirbýr 60 milljóna punda tilboð í ítalska Evrópumeistarann Nicolo Barella (24), miðjumann Inter. (La Repubblica)

Liverpool gæti boðið Atletico Madrid að fá Divock Origi eða Xherdan Shaqiri upp í kaupverð á Saul Niguez (26). (Daily Express)

Chelsea vill bjóða Tammy Abraham (23) til Borussia Dortmund sem hluta af samningi um kaup á norska sóknarmanninum Erling Haaland (20). (Mirror)

West Ham er nálægt því að samþykkja lánssamning með möguleika á kaupum a franska markverðinum Alphonse Areola (28) hjá Paris St-Germain. (Evening Standard)

Hector Bellerín (26) er ekki búinn að gera samkomulag persónulega við Inter en búist er við því að ítalska félagið fái spænska bakvörðinn. (Football.london)

Joe Willock (21) hefur sagt Arsenal að hans vilji sé að vera lánaður aftur til Newcastle fyrir komandi tímabil. (Daily Express)

Mikel Arteta segir að Emile Smith Rowe (20) verði ekki seldur frá Arsenal í sumar. Aston Villa hefur reynt að fá hann. (HITC)

Leicester City hefur boðið belgíska landsliðsmanninum Youri Tielemans (24) nýjan langtímasamning. Félagið telur miklar líkur á að miðjumaðurinn verði áfram hjá félaginu þrátt fyrir fréttir um áhuga Liverpool. (Telegraph)

Alisson, markvörður Liverpool, er nálægt því að samþykkja nýjan samning. (HITC)

Barcelona er komið langt með að ganga frá samkomulagi um að Antoine Griezmann (30) fari aftur til Atletico Madrid í skiptum fyrir spænska miðjumanninn Saul Niguez (26). (Mail)

Tottenham er eitt af fjórum úrvalsdeildarfélögum sem hafa áhuga á bandaríska framherjanum Matthew Hoppe (20) sem skoraði sex mörk fyrir Schalke í þýsku Bundesligunni á síðasta tímabili. (The Boot Room)

Kröfur Manchester United setja mögulegan lánssamning varnarmannsins Brandon Williams (20) við Southampton í hættu. (TalkSport)

Jose Mourinho gæti horft til Old Trafford eftir liðsstyrk í sumar en þessi fyrrum stjóri United íhuga að fá brasilíska vinstri bakvörðinn Alex Telles (28) til að fylla skarð Leonardo Spinazzola sem er meiddur. (Daily Star)

Hollenski framherjinn Donyell Malen (22) hefur náð samkomulagi um að ganga í raðir Borussia Dortmund þar sem hann á að fylla skarð Jadon Sancho. Arsenal hafði áhuga á þessum leikmanni PSV Eindhoven. (Sports Bild)

Tottenham er að ganga frá 15 milljóna punda kaupum á japanska varnarmanninum Takehiro Tomiyasu (22) frá Bologna. (The Athletic)

Boubacar Kamara (21) hefur hafnað nýjum samningi frá Marseille. Newcastle hefur áhuga á að fá miðjumanninn fyrir um 15 milljónir punda. (Alfredo Pedulla)

Leeds United fær samkeppni frá ónefndu ensku úrvalsdeildarfélagi og liði frá La Liga um markvörðinn Kristoffer Klaesson (20) frá Valerenga í Noregi. (Mirror)
Athugasemdir
banner
banner