Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   fim 16. apríl 2020 10:15
Magnús Már Einarsson
Elísabet laug sig inn á fundi með auðkýfingi
Elísabet hefur stýrt Kristianstad síðan
Elísabet hefur stýrt Kristianstad síðan
Mynd: Twitter
Þátturinn, Áskorun - 5 íþróttasögur, hefur hafið göngu sína í Sjónvarpi Símans en um er að ræða íþróttaþætti í umsjá Gunnlaugs Jónssonar. Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad, er til umfjöllunar í fyrsta þættinum.

Elísabet hefur gengið í gegnum ýmislegt með Kristianstad og í þættinum ræðir hún meðal annars hvernig hún hjálpaði félaginu að komast í gegnum fjárhagerfiðleika árið 2016.

Elísabet reyndi sjálf að fá fund með Rune Andersson, einum ríkasta manni Svíþjóðar. Illa gekk að ná á Rune en aðstoðarkona hans vildi ekki leyfa Elísabetu að fá fund með honum.

„Eitt af fyrirtækjunum hans var í myndatöku á Íslandi og þá hringdi ég aftur í konuna og sagðist vera íslenskur blaðamaður að reyna að ná viðtali við Rune Andersson. Þá fékk ég GSM númerið á fimm sekúndum og hringdi í hann. Ég bullaði á ensku og laug að honum til að fá fund," sagði Elísabet.

„Hann leit á mig sem frumkvöðul. Hann elskaði hugmyndina að því hvernig ég laug mig inn á fundinn. Ég átti þriggja tíma fund með honum sem breytti ýmsu."

Í þættinum talar Elísabet meira um það hvernig Kristianstad náði að komast upp úr fjárhagsvandanum með því að fá fólkið og fyrirtæki í kringum sig með í baráttuna. Liðið bjargaði síðan sæti sínu í sænsku úrvalsdeildinni árið 2016 á dramatískan hátt.

Sjá einnig:
Áskorun - 5 íþróttasögur í Sjónvarpi Símans


Athugasemdir
banner