Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   sun 16. ágúst 2020 18:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Messi óánægður og vill fara núna
Lionel Messi.
Lionel Messi.
Mynd: Getty Images
Lionel Messi vill fara frá Barcelona að sögn fjölmiðlamannsins Marcelo Bechler.

Hann segir að Argentínumaðurinn sé búinn að fá nóg af stjórnarháttum félagsins. Það hefur gengið illa að búa til lið í kringum hann þrátt fyrir að miklum peningum hafi verið varið í leikmannakaup.

Messi hefur verið ósáttur við stjórn Börsunga í mörgum málum, þar á meðal það hvernig farið var að því að lækka laun leikmanna í byrjun kórónuveirufaraldursins.

Bechler, sem var fyrstur að segja frá því að Neymar myndi fara til Paris Saint-Germain árið 2017, segir núna að Messi sé búinn að fá nóg og hann vilji fara, og það núna. Samningur Messi rennur út á næsta ári.

Barcelona féll úr leik í Meistaradeildinni í síðustu viku. Liðið var niðurlægt af Bayern München, 8-2.

Messi, sem er 33 ára, hefur allan sinn feril leikið með Barcelona.



Athugasemdir
banner
banner
banner