Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
banner
   fös 17. apríl 2020 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Er ég eini leikmaðurinn á fjandans plánetunni?"
Pogba fær oft að heyra það frá Souness.
Pogba fær oft að heyra það frá Souness.
Mynd: Getty Images
Graeme Souness.
Graeme Souness.
Mynd: Getty Images
Dimitar Berbatov, fyrrum sóknarmaður Manchester United, hefur blandað sér í rifrildið á milli Paul Pogba, miðjumanns Unitd, og Graeme Souness, fyrrum leikmanns og stjóra Liverpool.

Souness, sem vinnur í dag sem sérfræðingur á Sky Sports, virðist yfirleitt ekki hafa mikið álit á Pogba og virðist hann gagnrýna franska miðjumanninn við hvert tækifæri sem gefst.

Fyrr í vikunni snerist taflið við og skaut Pogba á Souness, sem var á sínum tíma frábær knattspyrnumaður. Leikmannaferli Souness lauk þó áður en Pogba fæddist. „Ég hafði ekki hugmynd um hver hann var, svona í alvöru talað. Ég heyrði að hann var frábær leikmaður og eitthvað svoleiðis. Ég kannaðist við andlitið og svona en ég þekkti ekki nafnið," sagði Pogba í hlaðvarpsþættinum UTD.

Souness svaraði þessum ummælum Pogba og sagði: „Ég er ánægður með þetta. Elsti frasinn í fótbolta - sýndu mér medalíurnar þínar."

Berbatov hefur nú blandað sér í rifrildið og sagði hann við Betfair: „Mér finnst þetta nú allt saman frekar skrýtið, en þegar einhver gagnrýnir þig stöðugt þá áttu auðvitað eftir að missa þig."

„Jafnvel þó það sé góð og uppbyggileg gagnrýni, ef henni er stöðugt beint í áttina að þér þá áttu á einhverjum tímapunkti eftir að hugsa: 'Er ég eini leikmaðurinn á fjandans plánetunni?'. Það skiptir ekki máli hver manneskjan er, þú átt eftir að svara og verja sjálfan þig, eins og Pogba er að gera. Það er eðlilegt."

„Það var margt sem fór í taugarnar á mér þegar ég spilaði. Ef ég átti slæman leik eða skoraði ekki og leit í dagblöðin þá var þar einhver sem sagði ömurlega hluti um mig. Svo þegar þú átt góðan leik og skorar mörk þá er það tilviljun eða gegn slæmum andstæðingi. Auðvitað fær það þig til að hugsa. Hjá sumum er allt sem þú gerir ekki nægilega gott."

„Ég hef sjálfur unnið sem sérfræðingur. Mér finnst það gaman. Ég reyni að vera ekki of dómharður vegna þess að ég hef verið á þessum stað og veit hvernig þetta er. Ég get hraunað yfir einhvern og fengið athygli út á það, en ég veit hversu erfitt það er stundum að vera í fótbolta," segir Berbatov.
Athugasemdir
banner
banner
banner