Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 18. september 2020 10:42
Magnús Már Einarsson
Thiago kveður Bayern: Erfiðasta ákvörðunin á ferlinum
Mynd: Getty Images
„Já, þetta er erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið á íþróttaferli mínum," sagði Thiago Alcantara í kveðjuskilaboðum til stuðningsmanna Bayern Munchen í dag.

Thiago er að ganga í raðir Liverpool en hann er mættur til Englands til að fara í læknisskoðun.

Þessi 29 ára gamli leikmaður hefur verið afar sigursæll með Bayern Munchen undanfarin sjö ár en hann hefur nú ákveðið að kveðja félagið.

„Ég er að ljúka kafla hjá þessu yndislega félagið, félagi þar sem ég náði að vaxa og dafna sem leikmaður undanfarin sjö ár," sagði Thiago.

„Sigrar, velgengni, ánægjuleg augnablik og erfiðir tímar líka. Það sem ég er stoltastur af er að hafa komið sem ungur maður til Munchen með drauma og að hafa náð að uppfylla þá með félagi sem er með sögu, hugmyndafræði og menningu."

„Ég og fjölskylda mín höfum átt ótrúleg augnablik í borginni og að sjálfsögðu á okkar elskulega leikvangi Allianz Arena. Bayern fjölskyldan tók mér svo vel og elskaði mig hverja einustu sekúndu."

„Ákvörðun mín er einungis byggð á íþróttalegum sjónarmiðum. Sem fótboltamaður vildi ég nýja áskorun til að halda áfram að vaxa eins og ég gerði hér."

„Bayern verður alltaf heimili mitt. Takk, FC Bayern."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner