Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 19. mars 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Boa Morte að hætta hjá Fulham til að taka við Gíneu-Bissá
Mynd: Getty Images
Luís Boa Morte er partur af þjálfarateymi Fulham í ensku úrvalsdeildinni en hann mun yfirgefa félagið í sumar til að taka við starfi sem landsliðsþjálfari Gíneu-Bissá. Þetta verður hans annað starf sem aðalþjálfari eftir að hafa stýrt Sintrense í Portúgal tímabilið 2017-18.

Boa Morte er 46 ára gamall og lék á ferli sínum sem leikmaður fyrir Arsenal, Fulham og West Ham meðal annars, auk þess að spila 28 landsleiki fyrir Portúgal.

Eftir að ferlinum sem leikmaður lauk tók Boa Morte til starfa í hinum ýmsu stöðum fyrir hin ýmsu fótboltafélög. Samlandi hans Marco Silva réði hann að lokum til Everton sem aðstoðarþjálfara og fylgdi Boa Morte stjóranum sínum svo til Fulham, þar sem þeir starfa saman enn í dag.

Landslið Gínea-Bissá er skipað atvinnumönnum en sá þekktasti er eflaust Mama Baldé, 28 ára kantmaður og bakvörður sem leikur á láni hjá Lyon í Frakklandi út tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner