Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 19. mars 2024 15:28
Elvar Geir Magnússon
Búdapest
Taylor flautar leik Íslands gegn Ísrael - Allt varð vitlaust þegar hann dæmdi síðast í Búdapest
Icelandair
Anthony Taylor dæmdi leik Tyrklands og Íslands árið 2019, leik í undankeppni EM.
Anthony Taylor dæmdi leik Tyrklands og Íslands árið 2019, leik í undankeppni EM.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enski úrvalsdeildardómarinn Anthony Taylor dæmir Ísrael - Ísland á fimmtudagskvöld en leikið verður í Búdapest. Sigurliðið í leiknum mætir Úkraínu eða Bosníu í úrslitaleik um sæti á EM.

Enskir dómarar sjá alfarið um dómgæslu leiksins. Chris Kavanagh verður fjórði dómari og Stuart Attwell sér um VAR dómgæsluna.

Aðstoðardómarar verða Gary Beswick og Adam Nunn.

Taylor dæmdi úrslitaleik Roma og Sevilla í Evrópudeildinni á síðasta tímabili en sá leikur fór einmitt fram í Búdapest. Taylor varð fyrir aðkasti frá stuðningsmönnum Roma á flugvellinum eftir leik. Einnig fékk hann að heyra það frá Jose Mourinho eftir þann leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner