Stuðningsmenn ítalska félagsins Roma létu öllum illum látum á flugvellinum í Búdapest í Ungverjalandi en reiði þeirra beindist að enska dómaranum Anthony Taylor sem var þá á leið í flug.
Taylor dæmdi úrslitaleik Roma og Sevilla í Evrópudeildinni í gær.
Jose Mourinho, þjálfari Roma, beið eftir dómarateyminu eftir leikinn í gær og hundskammaði það fyrir dómgæsluna í leiknum. Taldi Mourinho að Erik Lamela, leikmaður Sevilla, hafi átt að líta rauða spjaldið fyrir olnbogaskot á Roger Ibanez og þá fékk liðið ekki vítaspyrnu er Loic Bade handlék boltann í teignum undir lok leiksins.
Í vítaspyrnukeppninni fékk Gonzalo Montiel að endurtaka sigurspyrnuna. Rui Patricio, markvörður Roma, var kominn af línunni í fyrri spyrnunni er hann varði hana og fékk Montiel að taka aðra spyrnu og skoraði hann úr henni og tryggði Sevilla sigurinn.
Er Taylor var að yfirgefa Búdapest í dag voru stuðningsmenn Roma á svæðinu og köstuðu hlutum í hann og fjölskyldu hans á meðan öryggisverðir fylgdu þeim í skjól. Dætur Taylor grétu og einn stuðningsmaðurinn kastaði flösku sem hæfði eiginkonu hans en hægt er að sjá myndband af þessu hér fyrir neðan.
Embarassing Roma fans abusing Anthony Taylor who is with family on his way at the airport.
— Saturnion :) (@saturnion13) June 1, 2023
Disgusting. You can see his daughter in tears and drinks being thrown at his wife too.pic.twitter.com/ljTwo239dB
Anthony Taylor, the referee of the Europa League final, was attacked by Roma supporters at Budapest airport. ????
— Football Tweet ?? (@Football__Tweet) June 1, 2023
Shocking. ????
pic.twitter.com/u5dmlxZs0h
Athugasemdir