Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
   fös 02. júní 2023 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vill sjá Mourinho fá tíu leikja bann
Mynd: Getty Images
Keith Hackett, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, er á því að Jose Mourinho, stjóri Roma, ætti að fá tíu leikja bann fyrir gagnrýni hans og munnsöfnuð í garð Anthony Taylor sem dæmdi úrslitaleik Evrópudeildarinnar á miðvikudagskvöld.

„Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann lætur dómara heyra það. Hann er með þetta á ferilskránni. Ég held menn verði að tækla þetta mjög, mjög vel."

„Refsingin fyrir Mourinho? Ég held að þeir (UEFA) verði að dæma hann í 10 leikja bann."

„Mér finnst líka að þeir ættu að banna lið frá keppni í Evrópu. Þeir verða að vera harðir. Henda þeim úr keppninni,"
sagði Hackett í viðtali við BBC.

Mikill hiti var í úrslitaleik Roma og Sevilla og var dómarateymið í yfirvinnu í því að reyna halda stjórn á mannskapnum - innan sem utan vallar. Mourinho var mjög ósattur við Taylor og lét hann heyra það fyrir frammistöðuna.

Sevilla varð Evrópudeildarmeistari eftir sigur í vítaspyrnukeppni.

Sjá einnig:
Pétur Guðmunds: Ömurlegt að þetta geti gerst
Mourinho hefur verið ákærður fyrir hegðun í garð dómarans
Mourinho hrópaði á dómarann í bílastæðahúsinu
Skammarleg hegðun stuðningsmanna Roma á flugvellinum í Búdapest
Enska dómarasambandið sendir frá sér yfirlýsingu vegna Taylor
Innkastið - Lögregluvarðstjórinn og margt býr í þokunni
Athugasemdir
banner
banner